

Starf við Byggðasafn Árnesinga
Starf sérfræðings við Byggðasafn Árnesinga er laust til umsóknar.
Um er að ræða 60% starf. Unnið er í teymi fagmenntaðra starfsmanna undir stjórn safnstjóra að fjölbreyttum verkefnum við safnið. Æskilegt er að viðkomandi geti unnið utan hefðbundins dagvinnutíma á álagstímum.
Upplýsingar um Byggðasafn Árnesinga er að finna á heimasíðu safnsins www.byggdasafn.is. Umsóknir skal senda til Byggðasafns Árnesinga, Búðarstíg 22, 820 Eyrarbakka eða á netfangið [email protected]. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.
Starfið felst helst í viðburðastjórnun, vinnu við samfélagsmiðla, móttöku gestahópa og skólahópa, leiðsögn og gæslu og ýmsu fleiru sem fellur undir starfsemi safnsins.
Leitað er að drífandi og áhugasömum einstaklingi sem er sjálfstæður og vandaður í vinnubrögðum og lipur í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun sem nýtist í starfi og þekkingu á safnastarfi. Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg og góð íslenskukunnátta og ritfærni. Góð enskukunnátta er áskilin og færni í öðrum erlendum tungumálum er kostur.
Íslenska
Enska










