
Heilsa
Heilsa ehf. er leiðandi heildsali í heilsuvörum og lyfjum á Íslandi. Hjá Heilsu starfar samhentur hópur starfsfólks að því að koma gæðavörum í réttar hendur fljótt og örugglega.
Heilsa er dótturfélag Lyfju og hluti af Festi samstæðunni.

Markaðsfulltrúi
Heilsa leitar að markaðsfulltrúa til að sjá um daglega framkvæmd markaðsmála. Starfið er fjölbreytt, hraðfara og krefst frumkvæðis, nákvæmni og góðrar skipulagshæfni.
Markaðsfulltúi hefur umsjón með birtingum á samfélagsmiðlum og öðrum miðlum Heilsu, samræmingu efnis, framkvæmd herferða, skipulag og utanumhald viðburða, eftirfylgni í verslunum og styður teymið með gagnadrifnum markaðsaðgerðum.
Starfið blandar saman framkvæmd, skipulagi, skapandi nálgun og sterkum samskiptahæfileikum.
HELSTU VERKEFNI
- Dagleg framkvæmd markaðsverkefna samkvæmt markaðsáætlun Heilsu
- Umsjón með birtingum, efnisgerð, samfélagsmiðlum, öðrum miðlum og daglegu markaðsflæði
- Samvinna við vörustjóra um kynningar, markaðsefni, söluverkefni og herferðir
- Skipulag og utanumhald um viðburði, sýningar og kynningar í verslunum
- Eftirfylgni með dreifingu og sýnileika hjá viðskiptavinum – reglulegar verslunarheimsóknir
- Samskipti við auglýsingastofur, birgja og samstarfsaðila
- Þróun efnis fyrir heimasíðu, samfélagsmiðla, fréttabréf og kynningarefni
- Stýring á sölu-, markaðs- og kynningarefni, birgðum og afhendingu
- Aðstoð við markaðsrannsóknir, greiningar og samantektir fyrir innri fundi
- Önnur tilfallandi verkefni
HÆFNISKRÖFUR
- Reynsla af markaðsstarfi, samfélagsmiðlastjórnun, efnisgerð og framkvæmd herferða er skilyrði
- Einföld videóframleiðsla og klipping (Reels/TikTok)
- Myndvinnsla og grafík (Canva/Adobe)
- Leitarvélabestun (SEO) og auglýsingastjórnun (paid ads: Meta, Google, ChatGPT)
- Textaskrif: markaðsefni, vefefni og greinar
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi (markaðsfræði, viðskipti, fjölmiðlun o.fl.) er kostur
- Skipulagshæfni, frumkvæði og hæfni til að vinna hratt og af nákvæmni
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Gott vald á íslensku og ensku – bæði í rituðu og töluðu máli
- Brennandi áhugi á heilsu, lífsstíl og neytendamarkaði
VIÐ BJÓÐUM
- Tækifæri til að vinna í kjarna markaðsmála Heilsu og hafa áhrif á vöxt fyrirtækisins
- Sjálfstætt og fjölbreytt starf með mikilli tengingu við markaðinn
- Hraðan og fjölbreyttan vinnudag í metnaðarfullu og vaxtardrifnu fyrirtæki
- Ný og vel búin skrifstofa í Bakkanum að Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
- Vinnutími: Virkir dagar, 100% starf. Tilfallandi aukavinna kringum viðburði og kynningar.
- Afsláttarkjör hjá Lyfju, Krónunni, N1 og ELKO.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Dagbjört Pétursdóttir markaðs- og viðskiptaþróunarstjóri, [email protected].
Auglýsing birt5. desember 2025
Umsóknarfrestur14. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Skarfagarðar 2
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (8)

Vörumerkjastjóri á Snyrtivörusviði
Nathan hf.

Starf við Byggðasafn Árnesinga
Byggðasafn Árnesinga

Sölufulltrúi í heildverslun
Sport Company ehf.

Leitum að öflugum sölu- og markaðsfulltrúa
Einingaverksmiðjan

Sérfræðingur í markaðsmálum
Krónan

Þjónustufulltrúi
Maul

Upplýsingamiðlun og kynningarmál
Norðurorka hf.

Verkefnastjóri miðlunar og markaðsmála
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi