Hvalasafnið á Húsavík ses.
Hvalasafnið á Húsavík ses.
Hvalasafnið á Húsavík ses.

Safnstjóri

Hvalasafnið á Húsavík leitar að metnaðarfullum og framsýnum safnstjóra í fullt starf til að
leiða starfsemi safnsins. Safnið er viðurkennt menningar- og fræðslusetur sem miðlar
þekkingu um hvali, haf og náttúru Íslands með sýningum, fræðslu og rannsóknum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Safnstjóri ber ábyrgð á faglegu starfi safnsins, þar á meðal söfnun, skráningu, varðveislu,
rannsóknum, miðlun og fræðslu. Auk þess felst starfið í:

  • Daglegri starfsemi, rekstri og starfsmannamálum.
  • Markaðs- og kynningarmálum.
  • Samstarfi við skóla og atvinnulíf.
  • Þróun nýrra lausna og innleiðingu nýsköpunar.
  • Umsýslu með safneign og útleigu húsnæðis.
  • Söfnun tölulegra upplýsinga.
  • Gerð starfs- og ársáætlana, styrkumsókna og skýrslugerð.
  • Samstarf við stjórn, hagsmunaaðila og innlenda sem erlenda fagaðila.
  • Yfirumsjón miðlunar og sýningarmála.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af stjórnunarstörfum og verkefnastjórnun.
  • Þekking á safnastarfi, fræðslu og miðlun.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Góð almenn tölvukunnátta. Þekking á DK hugbúnaði er kostur.
  • Frumkvæði, sjálfstæði í starfi og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Skipulagshæfni og leiðtogafærni.
Auglýsing birt1. desember 2025
Umsóknarfrestur30. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hafnarstétt 1, 640 Húsavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar