
Hvalasafnið á Húsavík ses.
Hvalasafnið á Húsavík er eitt af fáum sérhæfðum hvalasöfnum í Evrópu og býður gestum einstaka, fræðandi innsýn í heim hvalanna. Fræðsla og miðlun eru í forgrunni í starfsemi safnsins, og markmið þess er að efla þekkingu og vitund um hvali og hafið sem þeir lifa í.

Safnstjóri
Hvalasafnið á Húsavík leitar að metnaðarfullum og framsýnum safnstjóra í fullt starf til að
leiða starfsemi safnsins. Safnið er viðurkennt menningar- og fræðslusetur sem miðlar
þekkingu um hvali, haf og náttúru Íslands með sýningum, fræðslu og rannsóknum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Safnstjóri ber ábyrgð á faglegu starfi safnsins, þar á meðal söfnun, skráningu, varðveislu,
rannsóknum, miðlun og fræðslu. Auk þess felst starfið í:
- Daglegri starfsemi, rekstri og starfsmannamálum.
- Markaðs- og kynningarmálum.
- Samstarfi við skóla og atvinnulíf.
- Þróun nýrra lausna og innleiðingu nýsköpunar.
- Umsýslu með safneign og útleigu húsnæðis.
- Söfnun tölulegra upplýsinga.
- Gerð starfs- og ársáætlana, styrkumsókna og skýrslugerð.
- Samstarf við stjórn, hagsmunaaðila og innlenda sem erlenda fagaðila.
- Yfirumsjón miðlunar og sýningarmála.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af stjórnunarstörfum og verkefnastjórnun.
- Þekking á safnastarfi, fræðslu og miðlun.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
- Góð almenn tölvukunnátta. Þekking á DK hugbúnaði er kostur.
- Frumkvæði, sjálfstæði í starfi og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Skipulagshæfni og leiðtogafærni.
Auglýsing birt1. desember 2025
Umsóknarfrestur30. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Hafnarstétt 1, 640 Húsavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (11)

Vörustjóri á ferðasviði
Icelandia

Deildarstjóri Rauða krossins í Eyjafirði
Rauði krossinn við Eyjafjörð

Spennandi skrifstofu- og bókunarstarf hjá DIVE.IS
Dive.is

Framkvæmdastjóri markaðssóknar og sölumála
Nova

Deildarstjóri reksturs rafveitu
Veitur

Aðstoðarforstöðumaður - frístundaheimilið Stjörnuland
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)

Sérfræðingur í þjóðháttasafni
Þjóðminjasafn Íslands

Forstöðumaður Skjala- og myndasafns Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð

Uppbyggingarhlutverk á Vopnafirði
Ungmennafélagið Einherji

Gjaldkeri
Luxury Adventures

Farþegaafgreiðsla á Keflavíkurflugvelli - Sumarstörf 2026
Icelandair