Félagsstofnun stúdenta
Félagsstofnun stúdenta
Félagsstofnun stúdenta

Markaðsfulltrúi

Langar þig að taka þátt í að byggja upp blómlegt samfélag á háskólasvæðinu?

Félagsstofnun stúdenta leitar að drífandi og hugmyndaríkum markaðsfulltrúa.

Aðalmarkmið FS er að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði stúdenta. Þjónustan er fjölbreytt en í dag rekur FS Bóksölu stúdenta, Leikskóla stúdenta, Stúdentagarða, Hámu veitingasölu og Stúdentakjallarann.

Starfið felst í umsjón og efnissköpun á samfélagsmiðlum og vefsíðum FS auk aðstoðar við innri miðlun og viðburðarhald.

Um er að ræða hlutastarf, sveigjanlegt eftir verkefnastöðu og samkomulagi.

Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf og dæmi af fyrri efnissköpun ef við á.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skapa lifandi og fjölbreytt efni fyrir samfélagsmiðla og vefi FS
  • Sjá um birtingu og framsetningu efnis
  • Taka þátt í að móta markaðsherferðir
  • Aðstoð við innri miðlun
  • Aðstoð við viðburðarhald og markaðssetningu viðburða
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Ríkur áhugi á háskólasamfélaginu
  • Vilji til að byggja upp blómlegt samfélag
  • Þekking og reynsla af efnissköpun fyrir miðla á borð við Instagram og TikTok
  • Þekking og reynsla af Adobe er kostur
  • Sköpunarkraftur, frumleiki og næmt auga í efnissköpun
  • Góð stafræn hæfni
  • Góð samskipta- og skipulagshæfni og geta til að vinna vel í hópi
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Auglýsing birt8. desember 2025
Umsóknarfrestur22. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sæmundargata 4-10 4R, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar