Leikskólinn Maríuborg
Leikskólinn Maríuborg
Leikskólinn Maríuborg

Leikskólakennari - leikskólaliði

Við leitum að áhugasömum leikskólakennurum til starfa í Maríuborg, sem er fjögurra deilda leikskóli í Grafarholti.

Leikskólakennari/leikskólaliði óskast til starfa í leikskólann Maríuborg. Við leitum að áhugasömum einstakling sem vill taka þátt í að þróa leikskólastarfið og skapa ný ævintýri á hverjum degi með börnum og samstarfsfólki.

Einkunnarorð Maríuborgar eru "Leikur - Samskipti - Námsgleði" og er lögð áhersla á að skapa hlýlegt námsumhverfi.

Við leggjum áherslu á samvinnu og í gegnum leikinn nýtum við fjölbreyttar leiðir til að styðja við og efla þroska barnanna um leið og þau fá tækifæri til að láta drauma sína rætast.

Starfið er fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi, þar sem enginn dagur er eins.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Ráðningarform tímabundin ráðning í eitt ár með möguleika á áframhaldandi ráðningu

Nánari upplýsingar um starfið veitir

Þórhildur Einarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 4113800 eða í tölvupósti [email protected]

Leikskólinn Maríuborg, Maríubaug 3, 113 Reykjavík

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt lögum um leikskóla, aðalnámskrá leikskóla, stefnu og skipulagi.
  • Vinnur með og tekur þátt í leik og starfi með börnunum í leikskólanum.
  • Sinnir þeim störfum innan leikskólans sem yfirmaður felur honum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði, lágmark á stigi C1 skv. evr. tungumálarammanum
  • Reynsla af starfi í leikskóla.
  • Stundvísi og faglegur metnaður.
  • Frumkvæði, áhugi og vilji til að leita nýrra leiða.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Fríðindi í starfi
  • Menningarkort – bókasafnskort
  • Samgöngustyrkur
  • Sundkort
  • Heilsuræktarstyrkur
  • 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf.
Auglýsing birt25. ágúst 2025
Umsóknarfrestur30. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Maríubaugur 3, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar