Leikskólinn Sælukot
Leikskólinn Sælukot
Leikskólinn Sælukot

Leikskólakennari/Leiðbeinandi óskast

Sælukot er sjálfstæður leikskóli sem starfar eftir hugmyndafræði P.R. Sarkar sem nefnist Ný-húmanismi (Neo Humanism), ásamt Aðalnámskrá leikskóla.
Í leikskólanum stunda börnin jóga og hugleiðslu (við hæfi barna) og borða grænmetis- og veganfæði. Börnin eru á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Leikskólinn er staðsettur í Litla Skerjafirði þar sem stutt er niður að sjónum og á græn svæði.

Nýlega opnuðum við tvær nýjar deildir og höfum nú rými fyrir alls 99 börn. Af þeim sökum leitum við að fleiri leikskólakennurum og starfsfólki til að ganga til liðs við okkur. Sérstaða Sælukots er samvinna og teymisvinna sem ríkir bæði meðal starfsfólks og barna, sem skapar jákvætt, hlýlegt og faglegt umhverfi fyrir alla.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um og taka þátt í því að skapa skapandi, kærleiksríkt og uppbyggilegt umhverfi fyrir börnin í Sælukoti.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni.

Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Helstu verkefni og ábyrgð

Umönnun og menntun barna.

Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun í kennslu- og menntunarfræðum  gengur fyrir.
Reynsla af starfi í leikskóla er mikill kostur.
Frumkvæði.
Lipurð og sveiganleiki í samskiptum.
Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Fríðindi í starfi

Stytting vinnuvikunnar er 1 í frídagur í mánuði
Fríar (vegan) grænmetisæta máltíðir
Árlegur heilsuræktarstyrkur þegar þú hefur starfað í 6 mánuði eða Mætingarbónus

Auglýsing birt25. ágúst 2025
Umsóknarfrestur6. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Þorragata 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar