Urriðaból Garðabæ
Urriðaból Garðabæ
Urriðaból Garðabæ

Deildarstjóri óskast í Heilsuleikskólann Urriðaból

Leikskólinn Urriðaból er 12 deilda leikskóli, staðsettur á tveimum starfstöðvum, sex deildir við Kauptún 5 og sex deildir við Holtsveg 20 í fallegu og fjölbreyttu umhverfi í Urriðaholti 210 Garðabæ. Í leikskólanum dvelja börn á aldrinum 1 árs til 5 ára.

Einkunnarorð leikskólans eru: Heilbrigð sál í hraustum líkama.

Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og leggjum áherslu á jákvætt og uppbyggilegt starfsumhverfi sem er í mótun.

Við leitum að jákvæðum, stundvísum, ábyrgum og heiðarlegum starfsmanni til að ganga til liðs við metnaðarfullan starfsmannahóp leikskólans.

Nánari upplýsingar um starfið veita Ragnheiður Gunnarsdóttir, leikskólastjóri, Elsa María Gunnarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 570-4830. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected]

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að og ber ábyrgð á uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
  •  Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni
  •  Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á miðlun upplýsinga
  •  Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og að öll börn fái kennslu og umönnun við hæfi
  •  Ber ábyrgð á foreldrasamvinnu
  •  Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf kennara eða menntun sem nýtist í starfi (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Æskileg reynsla af leikskólastarfi
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar
  • Vilji til að taka þátt í þróun á faglegu starfi og láta til sín taka
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður
  • Lausnarmiðun
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Á Urriðabóli er full vinnustytting eða 4 klst. á viku. Hluta styttingar er safnað í vetrarfrí, páska- og jólafrí. Sérstök skráning barna er í vetrar- og jólafríi en lokað er í dymbilviku, sem og 2. janúar vegna styttingar starfsfólks.
  • Hollur og góður matur eldaður á staðnum.
  • Leikskólinn er opinn frá kl 07:30-16:30 mánudaga til fimmtudaga en frá 07:30-16:00 á föstudögum
  • 25% stöðugildi á hverri deild vegna snemmtækrar íhlutunar
  • Heilsustyrkur
  • Viðverustefna
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt25. ágúst 2025
Umsóknarfrestur15. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Holtsvegur 20, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Kennsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar