Frístundamiðstöðin Miðberg
Frístundamiðstöðin Miðberg

Frístundaleiðbeinandi í fræðsluverkefni í félagsmiðstöðinni Bakkanum

Frístundamiðstöðin Miðberg heldur utan um starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Breiðholti. Frístundamiðstöðin stendur fyrir fjölbreyttu starfi fyrir börn og ungmenni frá aldrinum 6 – 16 ára. Markmiðið er að veita börnum og ungmennum innihaldsríka þjónustu í frítíma þeirra. Sex frístundaheimili og fjórar félagsmiðstöðavar starfa undir frístundamiðstöðinni.

Félagsmiðstöðvarnar Bakkinn, Hólmasel og Hundrað&ellefu eru starfræktar fyrir börn og unglinga 10 – 16 ára sem búsett eru í Breiðholti. Opið er í félagsmiðstöðvunum mánudags-, þriðjudags-, miðvikudags- og föstudagskvöld.

Við leitum af starfsmanni í verkefnið farsæld til framtíðar. Verkefninu er ætlað að bregðast við þeim áskorunum sem staðið er frammi fyrir í málefnum barna- og unglinga. Ljóst er að þörf er á markvissari forvörnum á sviði samskipta, félagsfærni og geðræktar m.t.t. félagslega breyta og bakrunns nemanda. Verkefnið leggur sérstaka áherslu á nemendur á miðstigi með því markmiði að koma í veg fyrir frekari vanda á unglings- og framhaldsskólastigi.

VInnutíminn er breytilegur eftir starfshlutfalli en í grunninnn er hann miðvikudagar 09:00-19:00. Starfsmannafundir eru annan hvern mánudag frá 17:00-19:00 og eru inni í starfshlutfalli.

Um er að ræða tímabundna ráðningu frá ágúst 2025 - júní 2026.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning og framkvæmd á faglegu starfi samvinnu við þátttakendur og aðra starfsmenn. 
  • Veita börnum með einstakar þarfir leiðsögn og stuðning. 
  • Samskipti og samstarf við börn, unglinga og samstarfsfólk. 
  • Framfylgja stefnu skóla – og frístundasviðs í málefnum frítímans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. 
  • Áhugi á að vinna með börnum og ungmennum.
  • Færni í samskiptum. 
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. 
  • Fjölbreytt áhugsvið sem nýtist í félagsmiðstöðvastarfi. 
  • Góð íslenskukunnátta ((B2 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum).
Auglýsing birt25. ágúst 2025
Umsóknarfrestur7. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Álfabakki 10, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar