
Frístundaleiðbeinandi í fræðsluverkefni í félagsmiðstöðinni Bakkanum
Frístundamiðstöðin Miðberg heldur utan um starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Breiðholti. Frístundamiðstöðin stendur fyrir fjölbreyttu starfi fyrir börn og ungmenni frá aldrinum 6 – 16 ára. Markmiðið er að veita börnum og ungmennum innihaldsríka þjónustu í frítíma þeirra. Sex frístundaheimili og fjórar félagsmiðstöðavar starfa undir frístundamiðstöðinni.
Félagsmiðstöðvarnar Bakkinn, Hólmasel og Hundrað&ellefu eru starfræktar fyrir börn og unglinga 10 – 16 ára sem búsett eru í Breiðholti. Opið er í félagsmiðstöðvunum mánudags-, þriðjudags-, miðvikudags- og föstudagskvöld.
Við leitum af starfsmanni í verkefnið farsæld til framtíðar. Verkefninu er ætlað að bregðast við þeim áskorunum sem staðið er frammi fyrir í málefnum barna- og unglinga. Ljóst er að þörf er á markvissari forvörnum á sviði samskipta, félagsfærni og geðræktar m.t.t. félagslega breyta og bakrunns nemanda. Verkefnið leggur sérstaka áherslu á nemendur á miðstigi með því markmiði að koma í veg fyrir frekari vanda á unglings- og framhaldsskólastigi.
VInnutíminn er breytilegur eftir starfshlutfalli en í grunninnn er hann miðvikudagar 09:00-19:00. Starfsmannafundir eru annan hvern mánudag frá 17:00-19:00 og eru inni í starfshlutfalli.
Um er að ræða tímabundna ráðningu frá ágúst 2025 - júní 2026.
- Skipulagning og framkvæmd á faglegu starfi samvinnu við þátttakendur og aðra starfsmenn.
- Veita börnum með einstakar þarfir leiðsögn og stuðning.
- Samskipti og samstarf við börn, unglinga og samstarfsfólk.
- Framfylgja stefnu skóla – og frístundasviðs í málefnum frítímans.
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
- Áhugi á að vinna með börnum og ungmennum.
- Færni í samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Fjölbreytt áhugsvið sem nýtist í félagsmiðstöðvastarfi.
- Góð íslenskukunnátta ((B2 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum).












