

Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðvum
Leitast er eftir drífandi, hugmyndaríkum og ábyrgum einstaklingum til að leiða starf barna og unglinga í Fjarðabyggð. Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna Fjarðabyggðar? Þá erum við að leita að þér!
Fjarðabyggð er öflugt og ört vaxandi samfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni allra íbúa. Á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast stuðningsþörfum ólíkra einstaklinga jafnt fullorðinna og barna með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.
Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöð ber ábyrgð á framkvæmd félagsmiðstöðvarstarfs fyrir börn og unglinga á aldrinum 10 - 16 ára. Markmið starfsins er að bjóða upp á heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi frítímastarfs eru höfð að leiðarljósi. Í því felst að skapa umhverfi og aðstæður í frístundastarfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku, ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Bjóða skal upp á fjölbreytt viðfangsefni sem höfðar til barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggar aðstæður þannig að þeim líði vel í félagsmiðstöðinni.
- Tekur þátt í skipulagningu starfs félagsmiðstöðva í samvinnu við forstöðumann og deildastjóra frístunda barna og unglinga.
- Ber ábyrgð á því að dagskrá sé fylgt eftir.
- Starfar með börnum og unglingum í félagsmiðstöðinni.
- Sinnir hefðbundnum opnunum félagsmiðstöðva og verkefnum sem fylgja þeim s.s. undirbúningi og frágangi.
- Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd sameiginlegra viðburða s.s. Kuldabola, SamAust og ferðalögum á vegum félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð.
- Tekur myndir á viðburðum og fyllir út atvikaskráningar þegar við á.
- Vinnur að forvörnum á breiðum grunni.
- Sækir viðeigandi fræðslur á vegum fjölskyldusviðs, í samráði við yfirmann.
- Æskilegt að frístundaleiðbeinandi hafi menntun sem nýtist í starfi. Til dæmis menntun tengda uppeldisfræðum eða fræðslu- og frístundum.
- Reynsla af starfi með börnum og ungmennum er nauðsynleg og þekking á málaflokknum æskileg.
- Umsækjendur þurfa að búa yfir ákveðinni festu, hafa góða skipulags- og stjórnunarhæfileika, vera liprir í mannlegum samskiptum og hafa hreina sakaskrá.
- Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót, góð samstarfshæfni og geta til að miðla upplýsingum.
- Heiðarleiki og stundvísi, auk þess sem starfsmaður þarf að vera laus við fordóma.
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni.
- Hæfni til að bregðast við óvæntum aðstæðum og vilji til að taka þátt í breytingum.
- Geta til að tekið virkan þátt í hugmyndavinnu og breytingum með jákvæðni og samvinnu.
- Áhugi á þátttöku í teymisstarfi og umbótaverkefnum.
- Gott vald á íslenskri tungu












