
Klettaskóli - stuðningsfulltrúi í Sporinu
Klettaskóli leitar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 100% starf í Sporinu.
Klettaskóli er sérskóli fyrir nemendur með þroskahömlun og aðrar fatlanir á aldrinum 6-16 ára og þjónar öllu landinu. Einstaklingsmiðun er í námi nemenda Klettaskóla, byggt er á forsendum hvers nemanda og styrkleikum þeirra. Einkunnarorð skólans eru "Menntun fyrir lífið".
Sporið er sérúrræði innan Klettaskóla fyrir nemendur sem sína mjög krefjandi hegðun. Stuðningsfulltrúar í Sporinu vinna í þéttu teymi undir handleiðslu atferlisfræðinga.
Stuðningsfulltrúi í Sporinu þarf að sýna þolinmæði, umhyggju og hæfni í samskiptum (bæði við nemendur og samstarfsfólk) þar sem stór hluti starfsins er að aðstoða nemendur við að efla félagsfærni, sjálfstjórn og jákvæða hegðun.
Helstu verkefni og ábyrgð
Stuðningur við nemendur í skólastarfi
Aðstoða nemendur eftir þörfum hvers og eins við athafnir daglegs lífs.
Auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.
Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skólans.
Hæfniskröfur
Reynsla og áhugi á að vinna með börnum.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Góð íslenskukunnátta.
Hæfni til að vinna í teymi
Stundvísi
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sameyki
Starfshlutfall
100%
Ráðningarform
Tímabundin ráðning
Nánari upplýsingar um starfið veitir
Arnheiður Helgadóttir
Tölvupóstur
Sími
411-7950
Klettaskóli
Suðurhlíð 9
105 Reykjavík












