Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Skóla- og frístundaliði - Víðistaðaskóli

Víðistaðaskóli auglýsir eftir tveimur skóla- og frístundaliðum

Starfshlutfall er samkomulag en getur verið 50-70% sem getur skipst á milli skólans og frístundaheimilisins Hraunkots.

Víðistaðaskóli var stofnaður árið 1970, skólinn er heildstæður skóli með 1. - 10. bekk og eru nemendur um 530. Leiðarljós skólans eru Ábyrgð - Virðing - Vinátta. Í Víðistaðaskóla fögnum við fjölbreytileikanum og er áhersla lögð á að hver nemandi fái kennslu við hæfi til að þroska hæfileika sína. Lögð er áhersla á líðan nemenda, fjölbreytta kennsluhætti og góðan námsárangur. Unnið er að þróun teymiskennslu og notkunar spjalda í skólastarfi. Í skólanum er metnaðarfullt starf sem byggir á skólaþróun og nemendalýðræði.

Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóli og starfar í anda grænfánans þar sem lögð er áhersla á umhverfismennt og útikennslu. Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda sem annarra í skólasamfélaginu. Í Víðistaðaskóla er góður starfsandi og samheldni meðal allra sem í skólanum starfa.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinna með börnum í 1. - 10. bekk að fjölbreyttum verkefnum í samráði við samstarfsfólk og stjórnendur
  • Stuðla að velferð og félagslegum þroska barnanna í samstarfi við foreldra, samstarfsfólk og annað fagfólk
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsþjálfun, námskeið og/eða nokkur starfsreynsla nægir til að öðlast þá þekkingu sem krafist er í starfið
  • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
  • Áhugi á faglegu starfi með börnum
  • Góð íslenskukunnátta
  • Samstarfs- og samskiptahæfni
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum

Vegna verkefna er óskað eftir karlmanni í starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri, [email protected], sími 664-5890, Valgerður Júlíusdóttir, aðstoðarskólastjóri, [email protected], sími 664-5891 eða Margrét Rebekka Valgarðsdóttir, deildarstjóri Hraunkots í síma 664-5876

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Umsóknarfrestur er til og með 6.október 2025

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins

Auglýsing birt26. september 2025
Umsóknarfrestur6. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hrauntunga 7, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar