

Matráð í eldhús Leikskóla Félagsstofnunar stúdenta
Viltu vinna í 7 tíma, en fá greidda 8?
Við erum að leita að Matráð sem mun hafa yfirumsjón og bera ábyrgð á eldhúsi leikskólans.
Starfsmaður vinnur og ber ábyrgð á framleiðslu á mat fyrir börn á leikskólanum sem eru á aldrinum 9 mánaða til 6 ára
Starfsmaður sér til þess að vinnslurými sé snyrtilegt og unnið sé eftir lögum og reglum Heilbrigðiseftirlits.
Íslensku kunnátta er skilyrði.
Leikskólinn er í eigu Félagsstofnunar stúdenta, og hljóta starfsmenn FS ýmis konar hlunnindi.
Þar á meðal er íþróttastyrkur, afsláttur í Bóksölu stúdenta, Stúdentakjallaranum og Hámu, samgöngustyrkur svo eitthvað sé nefnt.
Annað hvert ár fara starfsmenn FS í árshátíðarferð til útlanda.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Stephensen leikskólastjóri, [email protected]
Umsóknir berist eingöngu í gegnum umsóknarsíðu.
Framleiðsla á morgunmat/Hádegismat/Síðdegisbita
Innkaup á hráefni oog öðru því sem þarf í eldhúsi
Frágangur í eldhúsi , vinnslurými sé snyrtilegt og unnið sé eftir lögum og reglum Heilbrigðiseftirlits.
Matartæknir eða önnur menntun sem nýtist í starfi













