

Jólavinna - Dreifingarmiðstöð ÁTVR
Dreifingarmiðstöð ÁTVR óskar eftir að ráða starfsfólk í tímavinnu í desember.
Dreifingarmiðstöð sér um vörumóttöku frá birgjum og dreifingu vara í Vínbúðir. Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingum í vinnu í desember.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn lagerstörf
- Móttaka og tiltekt vöru
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfnikröfur
- Jákvæðni
- Stundvísi og dugnaður
- Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
- Lyftarapróf er kostur
Frekari upplýsingar
Vinnutími er virka daga frá kl. 07:30.
Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri.
Sakavottorðs er krafist.
Nánari upplýsingar veitir Egger Ó. Bogason – [email protected] – 560 7701.
ÁTVR rekur 50 Vínbúðir um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar.
Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.
Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum.











