

Ferlasérfræðingur á lager
Vegna aukinna verkefna leitum við að hörkuduglegum einstakling til að ganga til liðs við lagerteymið okkar. Viðkomandi mun, ásamt hefðbundnum lagerstörfum, sjá um innleiðingu vöruhúsakerfis, ferlavæðingu lagers, innleiða staðsetningakerfi ásamt talningu inná staðsetningar, straumlínulaga verkferla við tiltekt og frágang pantanna ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Við leitum eftir öflugum og þjónustuliprum einstaklingi sem er til í að takast á við spennandi og skemmtileg verkefni. Viðkomandi verður að vera ábyrgur, stundvís, hafa framúrskarandi samskiptahæfileika ásamt því að búa yfir hæfni til að starfa sjálfstætt. Við hvetjum fólk af öllum aldri og af öllum kynjum til að sækja um.
Rými ehf er fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið starfandi frá árinu 1936. Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur starfsmanna með áratuga reynslu af ráðgjöf, hönnun, þjónustu og uppsetningum á sviðum verslunarinnréttinga, lagerbúnaðar, skjalageymslutækni og búnaði fyrir iðnað, verkstæði, sveitarfélög og opinberar stofnanir.
- Ferlavæðing lagers
- Innleiðing vöruhúsakerfis
- Móttaka vörusendinga
- Losun vörugáma
- Tínsla og pökkun
- Önnur almenn vöruhúsastörf
- Góð íslenskukunnátta
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi, ábyrgð og drifkraftur
- Lyftararéttindi mjög góður kostur
- Vinnufatnaður
- Farsímaáskrift












