Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Verkefnisstjóri á Þjónustuborði Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra á Þjónustuborði HÍ. Starfsfólk á Þjónustuborði veitir yfirgripsmikla þjónustu við deildir háskólans, fjölbreyttan hóp nemenda, starfsfólk og aðra sem til skólans leita. Það er einnig leiðandi í innleiðingu nýs þjónustukerfis háskólans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Afgreiðsla og úrlausn á erindum nemenda, starfsfólks og gesta, innlendra sem erlendra. Ýmist á staðnum, í gegnum beiðnakerfi, netspjall, tölvupóst og síma. 
  • Móttaka greiðslna fyrir þjónustu og uppgjör í lok vinnudags.
  • Upplýsingagjöf og aðstoð er varðar nám og starfsemi háskólans.
  • Bóka stofur, fundaherbergi og sali fyrir ýmsa viðburði innan skólans.
  • Umsjón með gestaíbúðum háskólans.
  • Þátttaka í þróunarverkefnum á sviði þjónustu og önnur tilfallandi verkefni. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, háskólapróf er æskilegt. 
  • Rík þjónustulund, lipurð í mannlegum samskiptum og að geta unnið sjálfstætt.
  • Góð almenn tölvufærni. 
  • Reynsla af vinnu með spjallmenni og þekking á notkun gervigreindar í starfi er kostur. 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
  • Þekking í öðrum tungumálum og skilningur á ólíkum menningarheimum er kostur.
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
Auglýsing birt20. október 2025
Umsóknarfrestur30. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar