

Starfsmaður á lager
Héðinn hf leitar að jákvæðum og ábyrgum einstaklingi sem vill taka þátt í fjölbreyttu starfi hjá frábæru fyrirtæki.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem tengjast móttöku, skráningu og afhendingu vara, innkaupum og daglegu skipulagi á lagersvæðinu. Unnið er í nánu samstarfi við lagerstjóra og aðra starfsmenn, þar sem jákvæðni og lausnamiðuð nálgun eru í hávegum höfð.
Um 60-80 % hlutastarf er að ræða, sem gæti þróast yfir í fullt starf eftir stöðu verkefna.
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst þar sem farið verður yfir umsóknir um leið og þær berast.
- 
Afgreiðsla til starfsmanna Héðins 
- 
Skráning og eftirfylgni með inn- og útskráningu af lager 
- Móttaka og afhending vara ásamt skráningu í tölvukerfi
- 
Umhirða og skipulag lagersvæðis 
- 
Innkaup í samráði við lagerstjóra 
- 
Ýmis tilfallandi verkefni á lager 
- Góð þjónustulund og jákvæð framkoma
- Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Frumkvæði
- Góð tölvukunnátta
- Lyftararéttindi og bílpróf mikill kostur
- Góð kunnátta í íslensku skilyrði
- Mötuneyti með niðurgreiddum hádegismat
- Búningsklefar með sturtum
- Öflugt starfsmannafélag og frábær starfsandi
- Líkamsræktaraðstaða
- Glæsilegt starfsmannarými, með golf- og skothermi
 Íslenska
Íslenska










