Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin

Fjölbreytt störf hjá Öryggismiðstöðinni

Öryggismiðstöðin óskar eftir öflugum og ábyrgum einstaklingum í fjölbreytt og spennandi störf innan öryggismiðstöðvarinnar. Störfin eru fjölbreytt og við bjóðum upp á dagvinnu, vaktavinnu og hlutastörf.

Staðbundin Gæsla

Öryggisverðir óskast til að sinna staðbundinni gæslu. Við leitum að metnaðarfullu og áreiðanlegu starfsfólki til að sinna öryggisgæslu á starfsstöðvum viðskiptavina Öryggismiðstöðvarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Bæði er um að ræða vaktavinnu í fullu starfi sem og hlutastarf í vaktavinnu á dag- og næturvaktir.

Helstu verkefni:

  • Almenn öryggisgæsla og þjónusta á starfsstöðum viðskiptavina
  • Aðgangsstjórnun að viðkvæmum svæðum
  • Aðstoð við úrlausn öryggistengdra verkefna
  • Fagleg samskipti við gesti og samstarfsfólk
  • Skýrslugerð og upplýsingamiðlun eftir þörfum
  • Umsjón með búnaði og viðbrögð við atvikum

Hæfniskröfur:

  • Gild ökuréttindi og hreint sakavottorð
  • Góð enskukunnátta
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Aldurstakmark 20 ár

Æskilegt:

  • Reynsla af öryggis- eða þjónustustörfum
  • Þekking á skyndihjálp eða viðbragðsþjálfun

Staðsetning: Reykjavík og nágrenni

Framtíðarstarf á Lager Öryggismiðstövarinnar

Við leitum að jákvæðum, drífandi og áreiðanlegum einstaklingi til að ganga til liðs við öflugt teymi í vöruhúsi Öryggismiðstöðvarinnar. Um er að ræða fullt starf til framtíðar í dagvinnu alla virka daga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Móttaka og frágangur á vörum
  • Vöruafgreiðsla til innri og ytri viðskiptavina
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Umsjón og umhirða með vöruhúsi
  • Vörutalningar og skráningar
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla af lagerstörfum er kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Heiðarleiki og stundvísi
  • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Þekking á Navision eða Business Central kostur
  • Lyftarapróf er kostur
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni í ensku
  • Hreint sakavottorð er skilyrði

Staðsetning: Askalind 2a, Kópavogi.

Frekari upplýsingar um störfin og fyrirkomulag þeirra má nálgast í gegnum netfangið [email protected]. Tekið er við umsóknum til 7. nóvember, en unnið verður úr umsóknum jafn óðum.

Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður fjölbreyttar lausnir á sviði öryggis- og velferðartækni.

Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræðinga með brennandi áhuga á fagmennsku, þjónustu og nýsköpun.

Við leggjum áherslu á vandaða, persónulega þjónustu og vinnum út frá gildum okkar: forysta, umhyggja og traust.

Auglýsing birt22. október 2025
Umsóknarfrestur7. nóvember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Askalind 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar