Flying Tiger Copenhagen
Flying Tiger Copenhagen
Flying Tiger Copenhagen

Jólastarfsfólk í allar verslanir

Við leitum að jólastarfskrafti í hlutastörf í allar verslanir okkar. Ertu hresst, áreiðanlegt, og sveigjanlegt jólabarn? Vertu þá með okkur á skemmtilegasta, annasamasta og hátíðlegasta tíma ársins!

Við viljum að það sé gaman í Flying Tiger Copenhagen – hvort sem um viðskiptavini eða starfsfólk er að ræða.

Ert þú týpan sem getur gert heimsókn í Flying Tiger Copenhagen að skemmtun, afgreitt viðskiptavini okkar, haldið hillunum hreinum, áfylltum og fínum og passað upp á að búðirnar okkar séu alltaf í toppstandi og aðlaðandi? Kemur ekki of seint og finnst gaman að hafa nóg að gera?

Við leitum að starfsfólki (18 ára og eldri) í tímabundin hlutastörf í nóvember, desember og janúar með möguleika á áframhaldandi hlutastarfi. Viðkomandi þarf helst að geta unnið á breytilegum tímum, á morgnana, seinnipartinn og um helgar. Gott væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

Hljómar eins og starf fyrir þig? Ekki bíða! Sendu inn umsókn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn verslunarstörf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Mikil þjónustulund, dugnaður og breitt bros
Auglýsing birt22. október 2025
Umsóknarfrestur12. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Brúarstræti 2, 801 Selfoss
Laugavegur 13, 101 Reykjavík
Hagasmári 1, 201 Kópavogur
Gleráreyrar 1, 600 Akureyri
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Þjónustulund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar