Dyrabær
Dyrabær
Dyrabær

Dýrabær á Akureyri - Verslunarstjóri og helgarstörf í boði.

Átt þú hund eða kött og ert tengd/ur inn í hundasamfélagið á Akureyri?

Þá gæti þetta starf verið fyrir þig.

Við viljum aðeins það besta fyrir dýrin og leitum að starfsmanni sem er dýravinur, hefur reynslu af afgreiðslu- og þjónustustörfum, ríka þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, er skipulagður, sjálfstæður og metnaðarfullur í vinnubrögðum.
Góð íslensku kunnátta er skilyrði og mikill kostur að eiga dýr.

Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi til að sjá um verslunina okkar á Akureyri.

Helgarstarf er einnig í boði.
Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst.

Starfsstöð starfsmanns er í Dýrabæ, Glerártorgi.
Vinnutími er umsemjanlegur, 3-5 dagar í viku 10:00 - 18:00 og möguleiki á helgarvöktum.


Vinsamlegast sendið kynningarbréf og ferilskrá með umsókninni.
Athugið að Dýrabær er reyklaus vinnustaður.

Athugið að við erum líka að leita að starfsfólki til að vinna aðra hverja helgi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Afgreiðsla og ráðgjöf til viðskiptavina
  • Uppröðun í verslun, áfyllingar og verðmerkingar
  • Halda verslunarrými snyrtilegu / þrif í verslun
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi á dýravörum
  • Rík þjónustulund
  • Áreiðanleg vinnubrögð
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi
  • Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing birt21. október 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar