

Deildarstjóri reksturs rafveitu
Vilt þú taka þátt í að móta og leiða orkuinnviði framtíðarinnar?
Veitur leita að framsýnum og metnaðarfullum leiðtoga til að stýra rekstrardeild rafveitu fyrirtækisins, hjarta þeirrar starfsemi sem heldur ljósunum logandi og samfélaginu gangandi.
Sem deildarstjóri rekstrardeildar rafveitu munt þú leiða öflugt teymi sem tryggir að dreifikerfi raforku landsins starfi stöðugt og skilvirkt, í takt við tæknibreytingar, sjálfbærnimarkmið Íslands og nýjan orkuveruleika.
Deildin ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi dreifikerfis rafmagns og tryggir þannig áreiðanlega og örugga orkuafhendingu til tugþúsunda heimila og fyrirtækja.
-
Leiða rekstur og viðhald rafdreifikerfis Veitna með áherslu á öryggi, afhendingaröryggi, tækniframfarir og sjálfbærni.
-
Halda yfirsýn yfir stöðu kerfis og tryggja framkvæmd viðhalds í takt við langtímaáætlanir.
-
Innleiða nýjar lausnir og tækni sem styrkja sjálfbærni, rekstraröryggi og skilvirkni.
-
Byggja upp öflugt teymi þar sem fagmennska, traust og samheldni eru í forgrunni.
-
Skapa vinnuumhverfi sem hvetur til frumkvæðis, ábyrgðar og faglegs vaxtar.
Við leitum að manneskju sem:
-
Hefur reynslu af stjórnunar- og leiðtogastörfum í tæknilegu og flóknu umhverfi.
-
Skilur mikilvægi starfseminnar sem um ræðir og hefur hæfileikann til að halda yfirvegun og yfirsýn þegar á reynir.
-
Er drifin áfram af sjálfbærni, nýsköpun, ríkum umbótavilja og löngun til að ná eftirtektarverðum árangri.
-
Tekur ákvarðanir á grunni gagna, samráðs og framtíðarsýnar.
-
Býr yfir hæfni til að hvetja fólk, leiða breytingar og skapa árangur.
-
Hefur háskólamenntun á sviði rafmagns
Rafveita Veitna þjónustar nærri 70% landsmanna og gegnir stóru hlutverki í orkuskiptum þjóðarinnar.
Þú verður hluti af teymi sem tryggir að rafmagn berist örugglega, dag eftir dag, en einnig að við séum stöðugt að þróa leiðir til að gera það betur, grænna og skilvirkara. Þetta er tækifæri til að leiða þróun sem hefur bein áhrif á samfélagið og raforkumál framtíðarinnar.
Hvers vegna Veitur?
Veitur eru framsækið fyrirtæki í þjónustu samfélagsins. Við tryggjum aðgengi að rafmagni, hita, vatni og fráveitu með þjónustu, ábyrgð og nýsköpun að leiðarljósi.
Við störfum samkvæmt gildunum okkar og trúum á fólk sem tekur ábyrgð og sér tækifæri í hverri áskorun.
Nánar um starfsmenningu Veitna má lesa á www.veitur.is/vinnustadurinn.
Umsóknarfrestur er til og með 2. desember 2025.
Nánari upplýsingar veitir Jón Trausti Kárason, forstöðumaður Rafveitu, á netfanginu [email protected].
Íslenska
Enska










