Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Sérfræðingur í brunaviðvörunarkerfum og/eða aðgangsstýringum

Viltu taka þátt í að móta framtíð flugvallarinnviða á einni mikilvægustu samgöngumiðstöð landsins? Við leitum að drífandi sérfræðingi með góða þekkingu á brunaviðvörunarkerfum og/eða aðgangsstýringum. Starfið er fjölbreytt og krefjandi í líflegu umhverfi, þar sem þú verður hluti af öflugri eignastýringardeild með sérfræðingum á sínu sviði.

Helstu verkefni:

  • Rekstur og viðhald brunaviðvörunar- og aðgangsstýringarkerfa á flugvallarsvæðinu
  • Þátttaka í gerð rekstrar-, viðhalds- og fjárfestingaáætlana
  • Skráning í eignastýringarkerfi
  • Innkaup og kostnaðareftirlit
  • Þróun og uppfærsla ferla, verklagsreglna og viðbragðsáætlana

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. tækni- eða verkfræðimenntun
  • Reynsla af rekstri og uppsetningu brunaviðvörunar- og/eða aðgangsstýringarkerfa
  • Góð tölvukunnátta og reynsla af gagnavinnslu
  • Lausnamiðuð hugsun, skipulagshæfni og framúrskarandi samskiptahæfni
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og jákvætt viðhorf

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 27.nóvember 2025.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Erla Einarsdóttir, í gegnum netfang [email protected].

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Auglýsing birt14. nóvember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar