

Sérfræðingur í brunaviðvörunarkerfum og/eða aðgangsstýringum
Viltu taka þátt í að móta framtíð flugvallarinnviða á einni mikilvægustu samgöngumiðstöð landsins? Við leitum að drífandi sérfræðingi með góða þekkingu á brunaviðvörunarkerfum og/eða aðgangsstýringum. Starfið er fjölbreytt og krefjandi í líflegu umhverfi, þar sem þú verður hluti af öflugri eignastýringardeild með sérfræðingum á sínu sviði.
Helstu verkefni:
- Rekstur og viðhald brunaviðvörunar- og aðgangsstýringarkerfa á flugvallarsvæðinu
- Þátttaka í gerð rekstrar-, viðhalds- og fjárfestingaáætlana
- Skráning í eignastýringarkerfi
- Innkaup og kostnaðareftirlit
- Þróun og uppfærsla ferla, verklagsreglna og viðbragðsáætlana
Hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. tækni- eða verkfræðimenntun
- Reynsla af rekstri og uppsetningu brunaviðvörunar- og/eða aðgangsstýringarkerfa
- Góð tölvukunnátta og reynsla af gagnavinnslu
- Lausnamiðuð hugsun, skipulagshæfni og framúrskarandi samskiptahæfni
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og jákvætt viðhorf
Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.
Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.
Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.
Umsóknarfrestur er til og með 27.nóvember 2025.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Erla Einarsdóttir, í gegnum netfang [email protected].
Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.
Enska
Íslenska










