

Sérfræðingur í landupplýsingum – tímabundið starf
Við hjá Veitum leitum að nákvæmri og lausnamiðaðri manneskju í tímabundið starf sérfræðings í landupplýsingum til eins árs í teymi Viðskiptagreindar og þróunar.
Ef þú hefur áhuga á kortagerð, gagnavinnslu og landupplýsingakerfum og vilt taka þátt í að tryggja gæði gagna sem nýtast í rekstri og þróun veitukerfa, þá viljum við heyra frá þér.
Í starfinu munt þú vinna með fjölbreyttum hópi sérfræðinga og styðja við notendur sem nýta korta- og gagnakerfi í daglegu starfi.
- Innfærsla gagna og tryggja gæði í landupplýsingakerfum Veitna (ArcGIS)
- Kortagerð og framsetning gagna fyrir innri notendur og samstarfsaðila.
- Samþætting og samræming gagna frá ólíkum kerfum og teymum.
- Þjónusta við notendur og gerð leiðbeininga um vinnslu og nýtingu gagna.
- Þátttaka í umbótaverkefnum tengdum stafrænum lausnum, gagnastjórnun og kortakerfum.
- Háskólamenntun á sviði landupplýsinga, verkfræði, náttúruvísinda eða skyldum greinum.
- Reynsla af landupplýsingakerfum (t.d. ArcGIS eða sambærilegum lausnum).
- Þekking eða reynsla af innfærslu gagna, mælingum eða gagnavinnslu.
- Reynsla af rafmagns-, vatns- eða fráveitukerfum er kostur.
- Góð hæfni í kortagerð, gagnagreiningu og framsetningu upplýsinga.
Veitur eru framsækið þjónustufyrirtæki sem tryggir aðgengi að rafmagni, hita, vatni og fráveitu.
Með nýsköpun og samstarfi veitum við lífsgæði til framtíðar.
Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og þjónusta ríflega 70% landsmanna. Við leggjum áherslu á fagmennsku, frumkvæði og framsýni í allri okkar starfsemi og leitum einstaklinga sem vilja hafa raunveruleg áhrif á framtíð grunninnviða samfélagsins.
Til að vita meira um hvernig er að starfa hjá Veitum er tilvalið að heimsækja www.veitur.is/vinnustadurinn
Við erum forystuafl fjölbreytileika og jafnréttis. Rannsóknir hafa sýnt að fjölbreytileiki leiðir til betri árangurs og því hvetjum við öll sem uppfylla grundvallarskilyrði starfsins til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2025. Nánari upplýsingar veitir Kristín Huld Þorvaldsdóttir deildarstýra viðskiptagreindar og þróunar, [email protected]
Íslenska










