Landsnet
Landsnet

Viðskiptastjóri (tímabundið starf)

Landsnet óskar eftir að ráða drífandi og lausnamiðaðan einstakling í starf viðskiptastjóra/-stýru, sem brennur fyrir því að byggja upp traust og skapa verðmæti í samstarfi við viðskiptavini okkar. Viðkomandi gefst tækifæri til að efla tengsl við núverandi og nýja viðskiptavini og taka þátt í að móta framtíð raforkumarkaðarins. Um tímabundið starf er að ræða til eins árs, frá janúar 2026 til janúar 2027.

Hlutverk þitt

  • Byggja upp og viðhalda traustum samskiptum við viðskiptavini.
  • Greina þarfir, stöðu og áform viðskiptavina á raforkumarkaði.
  • Skapa virði með ráðgjöf og þjónustu sem skilar árangri.
  • Þróa þjónustu, vörur og stafrænar lausnir sem bæta upplifun viðskiptavina.
  • Taka þátt í þjónustumælingum, greiningu vaxtartækifæra og umbótaverkefnum.

Við leitum að einstaklingi með

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði, lögfræði, verkfræði eða skyldum greinum.
  • Reynslu af viðskiptastjórnun, samningaviðræðum, ráðgjöf eða þjónustuþróun.
  • Áhuga og/eða skilning á raforkumörkuðum.
  • Frumkvæði, greiningarhæfni og hæfni til að leiða umbætur.
  • Góða samskipta- og samstarfshæfni.

Við bjóðum þér

  • Tækifæri til að hafa áhrif á þróun þjónustu Landsnets og samskipti við viðskiptavini.
  • Þverfaglegt og skapandi starfsumhverfi sem leggur áherslu á nýsköpun og umbætur.
  • Samstarf við fjölbreyttan hóp sérfræðinga sem vinna að framtíð raforkukerfisins.
  • Skemmtilegt vinnuumhverfi með aðstöðu til líkamsræktar, frábæru mötuneyti og fleira.
  • Stuðning við að vaxa í starfi og bæta við þig þekkingu.
  • Tækifæri til að vinna við verkefni sem skipta máli fyrir samfélagið og framtíðina.
Auglýsing birt11. nóvember 2025
Umsóknarfrestur24. nóvember 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Viðskiptasambönd
Starfsgreinar
Starfsmerkingar