
Vistor
Sviðsstjóri viðskiptaþróunar og greiningar
Ert þú kraftmikill leiðtogi með góða innsýn og brennandi áhuga á viðskiptaþróun og greiningum og vilt starfa hjá leiðandi fyrirtæki á sínu sviði?
Við leitum að metnaðarfullum og framsýnum stjórnanda til að leiða ört stækkandi svið innan Vistor. Starfsemin felur í sér rekstrargreiningar, öflun nýrra viðskiptasambanda, stafræna markaðssetningu og greiningar tengdar heilsuhagfræði. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir einstakling með sterka leiðtogahæfileika, hæfni til að byggja upp jákvæða vinnustaðamenningu og skarpa sýn á tæknivæðingu og stafrænar framfarir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða teymi sérfræðinga og stuðningur við starfsfólk
- Ábyrgð á sölu- og rekstrargreiningum og áætlanagerð
- Greina tækifæri, vinna að öflun nýrra viðskiptasambanda og samninga við erlenda birgja
- Leiða uppbyggingu á frekari nýtingu stafrænna miðla í markaðs- og sölustarfi ásamt heilsuhagfræðilegum greiningum
- Innleiða tækninýjungar og framfaraverkefni, þar á meðal nýtingu gervigreindar og annarra lausna til að bæta vinnulag og ákvarðanatöku
- Seta í stjórnendateymi Vistor og þátttaka í stefnumótandi verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði viðskipta, verkfræði, raunvísinda eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi samskiptahæfni og færni til að leiða teymi til árangurs
- Tæknileg þekking og hæfni til að innleiða nýjungar og nýta stafrænar lausnir
- Hugmyndaauðgi og metnaður til að ná árangri í starfi
- Frumkvæði, drifkraftur og skipulagshæfni
- Hæfni til að tileinka sér og innleiða tækninýjungar
- Þekking á lyfjamarkaði og íslenska heilbrigðiskerfinu er kostur
- Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti. Þekking á Norðurlandatungumáli er kostur
Fríðindi í starfi
- Hollur og góður morgun- og hádegisverður
- Aðgangur að sund- og líkamsræktarstöð
- Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu
- Heilsuræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur
Auglýsing birt8. nóvember 2025
Umsóknarfrestur16. nóvember 2025
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHugmyndaauðgiMannleg samskiptiMetnaðurViðskiptasambönd
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Viðskiptastjóri (tímabundið starf)
Landsnet

Útibússtjóri Verkís á Austurlandi
Verkís

Sérfræðingur í landupplýsingum – tímabundið starf
Veitur

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Verkefnastjóri
HS Veitur hf

Sveriges ambassad söker assistent till ambassadören med delansvar för främjande
Sendiráð Svíþjóðar

Sérfræðingur í deild alþjóðlegrar skattlagningar
Skatturinn

Settu góða strauma í fjármálin - Sérfræðingur í greiningum og áætlanagerð
Rarik ohf.

Innkaup
Bílanaust

Forritun stjórnkerfa
EFLA hf

Erum við að leita að verkefnastjóra eins og þér?
Isavia ANS

Verkefnastjóri áætlunargerðar
Ístak hf