
Freyja
Freyja ehf. er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, stofnuð umbrotaárið 1918. Freyja er sælgætisgerð Íslendinga og framleiðir söguleg sælgæti undir nokkrum af ástsælustu vörumerkjum landsins sem eru Rís, Draumur, Djúpur, Mix og Freyju súkkulaði. Eftir meira en heila öld af sælgætisframleiðslu endurspeglar saga og andi Freyju þjóðaranda Íslendinga sem einkennist af íslenskri bjartsýni.
Bragð og gæði eru höfð í hávegum hjá Freyju, það er öllum fimmtíu starfsmönnum félagsins kappsmál að framleiða og markaðssetja sælgæti sem kallar fram bragðgóðar íslenskar minningar. Hvort sem það er fyrir íslenskan markað eða til útflutnings þar sem sælgætið frá Freyju er í stöðugri sókn. 
Nýsköpun og vöruþróun Freyju er ætluð að stuðla að varanlegum vexti og er það markmið að vörunýjungar verði hluti af fleiri gleðistundum, skemmtilegum hefðum og góðum minningum hjá þjóðinni.

Viðskiptastjóri
Freyja leitar nú eftir öflugum, metnaðarfullum og sjálfstæðum einstaklingi til að sinna hlutverki viðskiptastjóra.
Helsta hlutverk viðskiptastjóra er að sinna fyrirtækjasölu (B2B viðskiptavinum), samskipti við erlenda dreifingaraðila, ásamt því að sjá um samskipti við lykilviðskiptavini Freyju á innfluttum vörum. Viðkomandi mun að auki sjá um þjónustu við viðskiptavini, stóra jafnt sem smáa í síma og tölvupósti, viðhalda núverandi viðskiptatengslum ásamt því að sækja ný viðskiptatækifæri fyrir félagið.
Ef þú hefur áhuga á sölu, leita nýrra tækifæra og veita framúrskarandi þjónustu þá er þetta starfið fyrir þig!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti við lykilviðskiptavini Freyju á innfluttum vörum
- Skipulagning og eftirfylgni söluherferða
- Umsjón með útflutningi
- Viðhald viðskiptatengsla og öflun nýrra viðskiptatækifæra á fyrirtækjamarkaði
- Þátttaka í söluáætlanagerð
- Greining og nýting tækifæra
- Þjónusta við viðskiptavini í síma og tölvupósti
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Mjög góð samskiptahæfni og þjónustulund
- Starfsreynsla af sambærilegu starfi er mikill kostur
- Sjálfstæð, öguð og markmiðadrifin vinnubrögð
- Hæfni til að greina sölu, koma auga á og nýta tækifæri
- Mikill drifkraftur og metnaður til að ná árangri
- Góð tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
- Almenn ökuréttindi
Auglýsing birt30. október 2025
Umsóknarfrestur16. nóvember 2025
Tungumálahæfni
 Íslenska
ÍslenskaNauðsyn
 Enska
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Kársnesbraut 104, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiDrifkrafturMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Starf í viðskiptaþjónustu PwC á Selfossi
PwC

Ráðgjafi í þjónustuteymi
dk hugbúnaður ehf. 

Sérfræðingur í fasteignarekstri
Heimar 

Bókari 
Heimar 

Sérfræðingar í bókhaldi og/eða uppgjörum
Löggiltir endurskoðendur ehf

Viðskiptastjóri
Afkoma vátryggingarmiðlun ehf.

Sérfræðingur í bókhaldi hjá ECIT Bókað ehf í Reykjanesbæ
ECIT 

Gjaldkeri
Eignaumsjón hf

Starf á fjármálasviði
Eignaumsjón hf

Vilt þú slást í hóp sérfræðinga á fjármálasviði Origo?
Origo ehf.

Viðskiptastjóri á matvörumarkaði
Coca-Cola á Íslandi

Fulltrúi í upplýsingastjórnun
Landsnet hf.