Viðskiptastjóri

Vistor leitar að metnaðarfullum og framsæknum liðsfélaga í sterka heild til að sinna sölu- og markaðsstarfi viðskiptastjóra. Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem viðkomandi kemur til með að starfa með nokkrum birgjum í fjölbreyttum verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Markaðssetning og sala lyfja til heilbrigðisstarfsfólks og annarra hagsmunaaðila
  • Stýra kynningum og fræðslufundum ásamt skipulagningu á viðburðum
  • Þátttaka í viðskiptaþróun og greining vaxtatækifæra
  • Þróun viðskiptasambanda
  • Þátttaka á ráðstefnum erlendis og innanlands með hagsmunaaðilum
  • Regluleg þjálfun og náið samstarf við birgja
  • Þátttaka í markaðs- og áætlunargerð
  • Nýta gervigreind og sjálfvirkni til að styðja við sölu-, markaðs- og þjónustustarf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun af heilbrigðissviði er kostur
  • Reynsla af sölu- og markaðsmálum á heilbrigðissviði kostur
  • Geta til að greina og nýta tækni, svo sem gervigreind (AI), sjálfvirkni og stafrænar lausnir til að bæta ferla og auka árangur
  • Tæknilæsi, góð tölvukunnátta og vilji til að tileinka sér ný vinnubrögð
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og ánægja af samstarfi við fólk
  • Sjálfstæði og skapandi vinnubrögð ásamt framúrskarandi hæfni í teymisvinnu
  • Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun, fagmennska, sveigjanleiki og aðlögunarhæfni
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Fríðindi í starfi
  • Hollur og góður morgun- og hádegisverður
  • Aðgangur að sund- og líkamsræktarstöð
  • Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt15. ágúst 2025
Umsóknarfrestur24. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar