
Reitir
Reitir er leiðandi fyrirtæki í fasteignaþróun, umsýslu og eignarhaldi atvinnuhúsnæðis á Íslandi. Við mótum framtíðina með sjálfbærri uppbyggingu og sterkum langtímasamböndum sem skapa ávinning fyrir leigutaka, fyrirtækið og samfélagið. Á sama tíma hlúum við að sögufrægum byggingum og stöndum vörð um íslenskan menningararf.
Hjá Reitum vinnur fjölbreyttur hópur sérfræðinga að því að þróa lífleg borgarhverfi og tryggja vandaða umsjón með eignum. Í starfi okkar leggjum við áherslu á vellíðan, jafnrétti og tækifæri til starfsþróunar – allt í takt við gildin okkar: jákvæðni, fagmennska og samvinna.
Reitir er almenningshlutafélag skráð í Kauphöll Íslands og byggir á traustri arfleifð með skýra framtíðarsýn.

Viðskiptastjóri
Við leitum að drífandi viðskiptastjóra til að ganga til liðs við svið viðskiptavina hjá Reitum. Starfið felur meðal annars í sér samskipti við leigutaka, samningagerð og öflun nýrra viðskiptavina í fjölbreyttu umhverfi. Lögð er áhersla á að byggja upp traust viðskiptasambönd ásamt greiningu á tækifærum sem styðja við þarfir bæði nýrra og núverandi leigutaka.
Viðskiptastjóri heyrir undir framkvæmdastjóra sviðsins en hlutverk þess er útleiga og þjónusta við viðskiptavini okkar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tilboðs- og leigusamningagerð við nýja og núverandi leigutaka
- Öflun nýrra viðskiptavina og viðhald núverandi viðskiptasambanda
- Greining á tækifærum og arðsemi útleigumála
- Mótun útleigutillagna og kynning þeirra
- Almenn samskipti, þjónusta, ráðgjöf og úrlausn mála fyrir viðskiptavini
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og lausnarmiðuð nálgun
- Jákvætt hugarfar, rík þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfni
- Reynsla eða þekking á arðsemisgreiningum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Víðtæk þekking á atvinnulífinu
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti
Auglýsing birt14. ágúst 2025
Umsóknarfrestur24. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSamningagerðSjálfstæð vinnubrögðVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (8)

Sölu- og þjónustufulltrúi óskast til Vinnupalla
Vinnupallar

Sérfræðingur í auglýsingabirtingum
Datera ehf.

Verslunarstjóri AIR
S4S

Viðskiptastjóri magnvöru hjá Lýsi
Lýsi

Viðskiptastjóri Billboard
Billboard og Buzz

Vöru- og viðskiptastjóri
Kjaran ehf.

Viltu horfa út í heim? Verkefnastjóri í erlendum verkefnum
Landsvirkjun

Viltu verða Kaupmaður í Kron skóbúð?
Kron