
HS Orka
HS Orka er framsækið og vaxandi fyrirtæki sem byggir á sjálfbærri orkunýtingu og nýsköpun með sérstakri áherslu á hringrás auðlindastrauma. Við erum í fararbroddi í orkuskiptum hér á landi og höfum sett okkur skýr og ábyrg markmið í loftslagsmálum.
Við erum þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins og framleiðum raforku í Svartsengi, Reykjanesvirkjun, Brúarvirkjun og Fjarðarárvirkjunum. Einnig seljum við heitt og kalt vatn til heimila og fyrirtækja á Suðurnesjum.
Við erum fjölbreyttur hópur af skemmtilegu fólki sem störfum í sveigjanlegu og fjölskylduvænu vinnuumhverfi. Mikil áhersla er lögð á lipurð í samskiptum, sterka liðsheild og framsækni í svo við náum markmiðum okkar um ábyrga auðlindanýtingu.

Viðhald orkuvera
Hefur þú áhuga á að starfa í í framsæknu og fjölbreytilegu umhverfi og taka þátt í að tryggja örugga orkuöflun fyrir samfélagið? Eru útsjónarsemi, frumkvæði og sjálfstæði meðal styrkleika þinna? Þá erum við mögulega að leita af þér.
Starfið felst í viðhaldi á vélbúnaði orkuvera HS Orku, svo sem gufuhverflum, dælum, stjórnlokum, rafskautakötlum, gufugildrum og mælitækjum.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Reglubundið viðhald samkvæmd viðhaldskerfi.
-
Úrbætur og endurnýjun búnaðar.
-
Bilanagreining á búnaði.
-
Viðhalds- og bilanaskráning.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Vélvirki, vélfræðingur eða sambærileg menntun.
-
Almenn tölvukunnátta og þekking á viðhaldskerfum kostur.
-
Viðkomandi þarf að geta haft frumkvæði og starfað sjálfstætt.
-
Hæfni í samskiptum.
Auglýsing birt14. febrúar 2025
Umsóknarfrestur27. febrúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Orkubraut 1, 240 Grindavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Uppsetning álglugga og hurða / Installation of facades
Fagval

Viðgerðarmaður á verkstæði Verkfærasölunnar í Síðumúla
Verkfærasalan ehf

Bifvéla- eða vélvirki
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða

Tæknimaður - þjónustudeild
Fálkinn Ísmar

Steypubílstjóri í Helguvík - Sumarstarf
Steypustöðin

Starfsfólk óskast
Pípulagnir suðurlands ehf

Starfsmaður á brotajárnstætara
Hringrás Endurvinnsla

Starfsmaður í smur- og dekkjaþjónustu/Oil and tire service
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Stöðvarstjóri á Ísafirði
Frumherji hf

Viðgerðarmenn - Þjónustuverkstæði
VHE

Vélstjóri
Bláa Lónið

Vélvirki í tæknideild
Myllan-Ora