Verkfærasalan ehf
Verkfærasalan ehf
Verkfærasalan ehf

Viðgerðarmaður á verkstæði Verkfærasölunnar í Síðumúla

Við leitum að þjónustulunduðum og lausnamiðuðum einstaklingi í stöðu viðgerðarmanns á verkstæði sem sérhæfir sig í viðgerðum og viðhaldi á rafmagns-, loft- og handverkfærum. Starfið felur í sér greiningu, viðgerðir, prófanir og skráningar á viðgerðum ásamt almennri þjónustu við viðskiptavini.

Verkfærasalan er framsækið fyrirtæki sem var stofnað árið 1997 og rekur þrjár verslanir; í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri. Við flytjum inn vélar og verkfæri fyrir allar greinar iðnaðar og einstaklinga m.a frá Milwaukee, Ryobi, Yato, Hultafors og Telwin.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Bilanagreiningar
  • Framkvæma viðgerðir og viðhald
  • Prófa og tryggja öryggi og virkni eftir viðgerð
  • Veita ráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini
  • Halda verkstæðinu snyrtilegu og í góðu ásigkomulagi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun (t.d vélvirki, rafvirki, rafeindavirki eða sambærilegt) er kostur
  • Reynsla af viðgerðum er kostur
  • Góð íslensku kunnátta
  • Stundvísi, áreiðanleiki og skipulögð vinnubrögð
  • Þekking á verkfærum
  • Góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt2. maí 2025
Umsóknarfrestur16. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Síðumúli 9
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar