

Verkvirki
Við leitum að metnaðarfullum og áreiðanlegum einstaklingi í starf verkvirkja. Verkefnin eru áhugaverð og krefjandi í lifandi starfsumhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi.
Starfið heyrir undir tæknisvið fyrirtækisins.
· Undirbúningur og skipulagning viðhaldsverka fyrir búnað verksmiðjunnar
· Gerð viðhaldsleiðbeininga með áherslu á öryggi, umfang verks og helstu verkþætti
· Umsjón með vikulegum verkáætlunarfundum
· Samskipti við framleiðsludeildir
· Samskipti við birgja og innkaupadeild
· Menntun á sviði iðnfræði, rafvirkjunar eða vélvirkjunar
· Reynsla af viðhaldi á almennum raf- og vélbúnaði er æskileg
· Sterk öryggisvitund, frumkvæði og fagleg vinnubrögð
· Samskiptafærni og hæfni til að starfa í hópi
· Skipulagsfærni og metnaður fyrir umbótum og gæðum
· Þekking á SAP eða öðru viðhaldskerfi er kostur











