Isavia ANS
Isavia ANS
Isavia ANS

Vilt þú taka þátt í að tryggja flugöryggi?

Isavia ANS leitar að öflugum rafeindavirkja, eða einstaklingi með sambærilega menntun, sem vill taka þátt í að byggja upp, reka og viðhalda tæknibúnað sem tryggir örugga þjónustu í íslenska flugstjórnarsvæðinu.

Hvað felst í starfinu?

Þetta er tækifæri til að vinna með fjölbreyttan og krefjandi búnað, bæði innan- og utandyra og jafnvel uppi í möstrum með útsýni sem fáir fá að upplifa.
Starfið kresfst þess að þú sért tilbúin(n) að bregðast hratt við, ferðast út á land og leysa úr tæknilegum áskorunum sem hafa bein áhrif á öryggi og þjónustu íslenska fjugstjórnarsvæðisins.

Starfsstöð er á Steinhellu í Hafnarfirði

__________________________________________________________________________________________________

Afhverju Isavia ANS?

Hjá okkur færðu að:

🌍 Taka þátt í að tryggja öryggi allra þeirra sem ferðast um íslenska flugstjórnarsvæðið

🚁 Upplifa fjölbreytt verkefni á ólíkum stöðum víðs vegar um landið

⚡ Vinna með tæknibúnað og spennandi kerfi sem ekki er að finna annars staðar.

👥 Verða hluti af sterku teymi í góðri starfsaðstöðu þar sem samvinna og jákvæð menning eru í fyrirrúmi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Rekstur og viðhald á fjarskiptabúnaði, svo sem:

  • Fjarskiptabúnaði
  • Net- og símkerfum
  • Veðurkerfum
  • Flugleiðsögubúnaði
  • Radartengdum kögunarbúnaði
  • Myndavélagkerfum
  • Öðrum sérhæfðum búnaði

Starfið felur í sér verkefni inni og úti - allt frá tölvubúnaði til mastra.

Um er að ræða davinnu með bakvaktakerfi.

Menntunar- og hæfniskröfur

Við leitum að einstakling sem hefur: 

  • Grunnþekkingu á net- og fjarskiptakerfum
  • Reynslu af rekstri fjarskiptabúnaðar
  • Góða tölvukunnáttu
  • Áhuga á tæknimálum og er fljót(ur) að tileinka sér nýjungar
  • Skipulagshæfni og hæfileika á að starfa sjálfstætt og í góðri liðsheild
  • Hæfni til að vinna í hæð
  • Góða kunnáttu á íslensku og ensku
  • Þekkingu á Linux - kostur en ekki skilyrði
  • Kostur ef viðkomandi er vanur/vön fjallaferðum að vetrarlagi

Frekari upplýsingar um starfið veitir Sigmar Torfi Ásgrímsson í gegnum netfangið [email protected]

Auglýsing birt1. september 2025
Umsóknarfrestur14. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar