Akureyri
Akureyri
Akureyri

Velferðarsvið: Félagsráðgjafi Barnaverndarþjónustu Norðurlands eystra

Félagsráðgjafi sem brennur fyrir málefnum og velferð barna.

Vegna stækkunar Barnaverndarþjónustunnar á Norðurlandi eystra auglýsir velferðarsvið Akureyrarbæjar tvær stöður félagsráðgjafa lausar til umsóknar. Barnaverndarþjónusta Norðurlands eystra nær yfir svæðið frá Langanesbyggð að austan og vestur í Fjallabyggð. Um er að ræða 100% ótímabundnar stöður. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Félagsráðgjafi í barnavernd starfar að verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar á meðferð barnaverndarmála með því að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð.

Félagsráðgjafi í barnavernd vinnur að málefnum barna skv. skyldum þeim sem koma fram í barnaverndarlögum nr. 80/2002. Starfsmaðurinn þarf að búa yfir þekkingu í málefnum barna og foreldra sem gerir honum kleift að bera ábyrgð á íhlutun skv. barnaverndarlögum. Starfið krefst auk þess víðtækrar þekkingar á sviði barnaverndar- og stjórnsýslulaga og úrræðum bæði ríkis og sveitarfélaga.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Könnun í málefnum barna og mat á stuðningsþörf
  • Öflun úrræða og eftirfylgni með stuðningi og velferð barna
  • Vinnsla við fóstur- og vistunarmál
  • Almenn ráðgjöf og sérhæfður stuðningur við foreldra og börn
  • Ráðgjöf fyrir fósturforeldra, persónulega ráðgjafa og annað starfsfólk sem ráðið er af sviðinu vegna starfa innan barnaverndar
  • Markvisst samstarf við aðrar stofnanir og samþætting verkefna
  • Fræðslustarf og  þróun í málaflokknum 
  • Bakvaktir
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistaragráða MA/MS í félagsráðgjöf eða starfsréttindi í félagsráðgjöf er skilyrði
  • Reynsla á sviði barnaverndar/velferðarþjónustu er æskileg
  • Þekking og vinnsla með greiningartæki er kostur (s.s. ESTERmat) eða reynsla í uppeldisráðgjöf og eða samtalsmeðferð.
  • Geta til að nýta viðurkennda vísindalega þekkingu við úrlausn mála er kostur
  • Þekking og reynsla af viðtalstækni er æskileg
  • Krafa er um lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleika
  • Hæfni til þverfaglegs samstarfs er nauðsynleg
  • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og hæfni til að vinna undir álagi eru mikilvægir kostir
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og koma frá sér vönduðum skriflegum texta á íslensku og ensku er nauðsynleg
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu
Auglýsing birt1. september 2025
Umsóknarfrestur21. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar