Akureyri
Akureyri
Akureyri

Forstöðumaður nýframkvæmda og viðhalds gatna og stíga

Laust er til umsóknar spennandi starf forstöðumanns nýframkvæmda og viðhalds gatna og stíga á umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar.

Um er að ræða 100% stöðu sem er ótímabundin.

Á Akureyri finnur þú samfélag sem styður þig og fjölskylduna þína í fallegu umhverfi, vegalengdir eru stuttar og allt er innan seilingar.

Á sama tíma færð þú tækifæri til að takast á við spennandi verkefni og vaxa í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórnun og samræming verkefna á sviði nýframkvæmda, endurbóta og viðhalds gatna og stíga.
  • Stjórnun og samræming á verkefnum umferðar- og gatnalýsingar ásamt umferðaröryggismálum og umferðamerkingum.
  • Stjórnun á framkvæmdum og rekstri bifreiðastæðasjóðs.
  • Stýring á skipulagi innkaupa, birgðahaldi og starfsmannahald.
  • Vinna að gerð fjárhags- og starfsáætlana fyrir sína deild.
  • Stefnumótun og þróunarvinna á deildinni.
  • Samstarf og samskipti við hagsmunaaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Gerð er krafa um háskólapróf (BA/BS) í byggingartæknifræði, byggingarfræði, byggingarverkfræði eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi.
  • Menntun á framhaldsstigi er krafist, sérsvið í gatna- og umferðarmálum kostur.
  • Reynsla af verklegum framkvæmdum á viðkomandi starfssviði.
  • Reynsla af verkefnastjórnun og áætlanagerð.
  • Reynsla af stjórnun starfsmanna á sambærilegu verksviði.
  • Hæfni til stjórnunar, skipulagningar, nýsköpunar og innleiðingu nýrra hugmynda og vinnubragða.
  • Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg og þekking á teikniforritum.
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptafærni.
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti.
  • Góð enskukunnátta.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt25. ágúst 2025
Umsóknarfrestur15. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Geislagata 9, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar