
Atlas Verktakar ehf
Atlas Verktakar er alhliða byggingarverktaki sem var stofnað árið 2019. Fyrirtækið býr yfir víðtækri reynslu í byggingu og viðhaldi á fasteignum frá grunni, til lokafrágangs. Má þá nefna sem dæmi þakfrágang með þakpappa, utanhúsklæðningar, uppsetningu og frágang á stálgrindarhúsum, yleiningum sem og hvers konar einingarhúsavinnu. Einnig sér fyrirtækið um gluggaskipti, parketlagnir, klæðningar, pallasmíði, milliveggi o.m.fl.
Atlas Verktakar vinna í nánu samstarfi við undirverktaka og birgja og tekur fyrirtækið einnig að sér verkefnastýringu frá frumhönnun og aðstoðar verkkaupa í gegnum allt ferlið að framkvæmd og einnig í framkvæmdum. Hjá fyrirtækinu starfa byggingarstjórar og iðnmeistarar sem vinna eftir samþykktu gæðakerfi.

Yfirverkefnastjóri framkvæmda á byggingasviði
Við hjá Atlas verktökum leitum að reynslumiklum einstakling í starf verkefnastjóra framkvæmda á byggingarsviði. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf hjá framsæknu fyrirtæki.
Það er mikilvægt að viðkomandi búi yfir góðum skipulagshæfileikum, faglegum vinnubrögðum og lipurð í mannlegum samskiptum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Yfirumsjón með og ábyrgð á byggingaverkefnum og framkvæmd þeirra
Tilboðsgerð, áætlanagerð og eftirfylgni verkefna
Samstarf við verkkaupa, hönnuði og aðra hagsmunaaðila
Vera leiðandi og ráðgefandi fyrir verkstjóra á verkstöðum
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. byggingafræði, byggingartæknifræði, verkfræði
eða önnur sambærileg menntun.
Reynsla af verklegum framkvæmdum og/eða viðhaldi mannvirkja er kostur
Auglýsing birt5. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Smáratorg 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
SamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagVandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri nýbyggingarverkefna
Umhverfis- og skipulagssvið

Sérfræðingur í hússtjórnarkerfum
COWI

Eftirlitsmaður á þjónustudeild á Akureyri
Vegagerðin

Viltu vera hluti af góðri liðsheild ?
Faxaflóahafnir sf.

NTI óskar eftir að ráða tæknilegan ráðgjafa
NTI EHF.

Kennari og ráðgjafi í hagnýtingu gervigreindar
Javelin ehf.

Yfirkennari og fræðslustjóri í gervigreind
Javelin ehf.

Hefur þú ástríðu fyrir gögnum eða burðarþoli vega?
Vegagerðin

Verkefnastjóri um byggingu nýs íþróttahúss
Sveitarfélagið Hornafjörður

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Verkefnastjóri framkvæmda
Heimar

Fjármálaráðgjöf Deloitte er að ráða ráðgjafa
Deloitte