
Vinnumálastofnun
Hlutverk Vinnumálastofnunar
Vinnumálastofnun heyrir undir félagsmálráðuneytið og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu og daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðarsjóðs launa auk fjölmargra annara vinnumarkaðstengdra verkefna.
Ráðgjafi á Vesturlandi
Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða ráðgjafa á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Vesturlandi. Um tímabundið starf til 12 mánaða er að ræða.
Ráðgjafi þjónustar atvinnuleitendur og atvinnurekendur með það að markmiði að vinna gegn atvinnuleysi. Í starfi sínu þarf ráðgjafi að geta beitt fjölbreyttum aðferðum og myndað tengsl við ólíka aðila til að vinna að hagsmunum atvinnuleitenda og atvinnulífs.
Starfsstöð ráðgjafa er á Akranesi.
Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn ráðgjöf og vinnumiðlun
- Ráðgjöf og vinnumiðlun við fólk með skerta starfsgetu
- Ráðgjöf við flóttamenn
- Skráningar, upplýsingamiðlun og samskipti við fræðsluaðila
- Kynningar, starfsleitarfundir og umsjón með námskeiðum
- Koma á og viðhalda tengslum við fyrirtæki og aðra hagsmunaaðila
- Afgreiðslu og símavaktir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s. á sviði náms- og starfsráðgjafar, félagsráðgjafar, þroskaþjálfunar eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af ráðgjöf og vinnumiðlun er æskileg
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og góðir skipulagshæfileikar
- Góð samskiptahæfni, þjónustulund og metnaður til að skila góðu starfi
- Góð íslensku og enskukunnátta
Auglýsing birt20. ágúst 2025
Umsóknarfrestur10. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Smiðjuvöllum 28
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (7)

Starf sérfræðings í málefnum barna
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Náms- og starfsráðgjafi Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli

Teymisstjóri
Sinnum heimaþjónusta

Velferðarsvið: Félagsráðgjafi Barnaverndarþjónustu Norðurlands eystra
Akureyri

Tengiliður farsældar barna – Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær

Metnaðarfullur og drífandi teymisstjóri óskast
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi framtíðarstarf þroskaþjálfa
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið