Laugarás Lagoon
Laugarás Lagoon
Laugarás Lagoon

Umsjónarmaður fasteignar (Facilities Manager)

Umsjónarmaður fasteignar ber ábyrgð á daglegum rekstri fasteignar, eftirliti og viðhaldi tæknibúnaðar og vatnskerfis Laugarás Lagoon.

Starfið felur í sér að tryggja stöðugan og öruggan rekstur lónskerfisins, greina bilanir og viðhalda búnaði í samræmi við verklagsreglur og öryggiskröfur.

Starfsmaður sinnir jafnframt umsjón með húsnæði, tækjum og búnaði, þar á meðal reglulegu eftirliti, viðhaldi og samhæfingu verktaka eftir þörfum.

Markmið starfsins er að tryggja öruggan og skilvirkan rekstur tæknikerfa, viðhalda gæðum og öryggi í húsnæði og búnaði, og stuðla þannig að áreiðanlegri og stöðugri starfsemi Laugarás Lagoon.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg umsjón með rekstri og eftirliti lónskerfisins, m.a. fylgst með þrýstingi, rennsli og hitastigi.
  • Viðhald og stillingar á stýrikerfum, hreinsibúnaði og öðrum tæknibúnaði
  • Reglulegar skoðanir og viðhald á dælum, dæludrifum og tengdum búnaði.
  • Greina og bregðast við frávikum, s.s. loftinntöku, þrýstingsfalli eða truflunum í dælubúnaði.
  • Umsjón með húsnæði og búnaði, þar á meðal almennu viðhaldi og eftirliti.
  • Skrá viðhaldsaðgerðir, athugasemdir og mæligildi.
  • Tryggja að aðstaða, tæki og búnaður séu í góðu ásigkomulagi og uppfylli kröfur um öryggi og hreinlæti
  • Taka þátt í þróun verklags til að bæta stöðugleika og afköst kerfisins.
  • Vinna náið með framkvæmdastjóra og öðru starfsfólki að því að tryggja framúrskarandi upplifun gesta
  • Umsjón með þjónustusamningum við helstu samstarfsaðila og verktaka eins og við á
  • Sinna öðrum tilfallandi verkefnum sem yfirmaður felur hverju sinni.
  • Tryggja að kerfi séu í öruggum rekstri
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Vélstjóri eða vélvirki er æskileg menntun
  • Reynsla af umsjón með húsnæði, tækjum eða búnaði er kostur.
  • Þekking á vatnskerfum, dælum og hringrásarkerfum er skilyrði.
  • Grunnþekking á rafmagni – geta unnið með einfaldar rafræsingar og öryggisrofa.
  • Færni í að lesa og skilja tæknilegar leiðbeiningar og teikningar.
  • Reynsla af viðhaldi véla, dæla eða sambærilegra kerfa er æskileg.
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt, sýna frumkvæði og bregðast fljótt og rétt við óvæntum aðstæðum.
  • Góð samskiptahæfni og vilja til að vinna í samstilltu teymi.
  • Enskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Hlýlegt og líflegt starfsumhverfi í nýju og spennandi verkefni
  • Tækifæri til að læra og þróast í starfi

  • Aðgangur að þjónustu félagsins
Auglýsing birt28. október 2025
Umsóknarfrestur11. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Laugarás Lagoon, Skálholtsvegur 1
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BarþjónustaPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar