
Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu.
Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og
ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum
sjónarmiðum.

Umhverfis- og framkvæmdasvið - Sérfræðingur í hönnun og verkefnastýringu
Reykjanesbær leitar að öflugum og lausnamiðuðum sérfræðingi í hönnun og verkefnastýringu til að starfa í fjölbreyttu og spennandi starfsumhverfi. Starfið felur í sér ábyrgð á AutoCAD-vinnu og verkefnastjórnun tengdri hönnunar- og framkvæmdaverkefnum ásamt þróun innri verkferla og gæðakerfa Fráveitunnar.
Reykjanesbær er ört vaxandi sveitarfélag þar sem fjölbreytt verkefni og nýsköpun eru í forgrunni. Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og er mikilvægt að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tæknileg útfærsla og teiknivinna í Autodesk-umhverfi.
- Verkefnastýring og samræmingu CAD hönnunargagna fráveitu Reykjanesbæjar
- Samskipti við hönnuði, ráðgjafa og verktaka.
- Aðstoð við mótun stefnu og verklags í tæknilegum málum.
- Þátttaka í undirbúningi og eftirfylgni með verkáætlunum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði eða sambærilegrar greinar (lágmark B.Sc.).
- Reynsla af Autodesk.
- Þekking á íslenskum stöðlum, lögum og reglum sem tengjast hönnun og framkvæmdum er kostur.
- Reynsla af verkefnastjórnun og skipulagi í fjölbreyttu samstarfi.
- Góð færni í samskiptum, skipulagi og sjálfstæðri vinnu.
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli.
Fríðindi í starfi
- Bókasafnskort
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó
Auglýsing birt10. september 2025
Umsóknarfrestur15. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Tjarnargata 12, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFrumkvæðiMetnaðurOpinber stjórnsýslaSamskipti með tölvupóstiSamviskusemiSkipulagVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Deildarstjóri byggingarmála
Umhverfis- og skipulagssvið

Leitum að öflugum sérfræðingi í rekstri veitukerfa
Veitur

Verkstjóri í byggingariðnaði
Þakco verk ehf.

Við erum að leita að kraftmiklum verkstjóra!
Atlas Verktakar ehf

Newrest, a company specialising in in-flight catering (preparation of cabin loads) is looking f
NEWREST ICELAND ehf.

Service Technician
Teledyne Gavia ehf.

Verkefnastjóri í jarðvinnu
Þróttur ehf

Sérfræðingur í fasteignaskráningu
Umhverfis- og skipulagssvið

Lagna- og loftræsihönnun
EFLA hf

Verkefnastjóri í viðhaldsráðgjöf
EFLA hf

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Framkvæmdasvið
Norconsult Ísland ehf.