
Atlas Verktakar ehf
Atlas Verktakar er alhliða byggingarverktaki sem var stofnað árið 2019. Fyrirtækið býr yfir víðtækri reynslu í byggingu og viðhaldi á fasteignum frá grunni, til lokafrágangs. Má þá nefna sem dæmi þakfrágang með þakpappa, utanhúsklæðningar, uppsetningu og frágang á stálgrindarhúsum, yleiningum sem og hvers konar einingarhúsavinnu. Einnig sér fyrirtækið um gluggaskipti, parketlagnir, klæðningar, pallasmíði, milliveggi o.m.fl.
Atlas Verktakar vinna í nánu samstarfi við undirverktaka og birgja og tekur fyrirtækið einnig að sér verkefnastýringu frá frumhönnun og aðstoðar verkkaupa í gegnum allt ferlið að framkvæmd og einnig í framkvæmdum. Hjá fyrirtækinu starfa byggingarstjórar og iðnmeistarar sem vinna eftir samþykktu gæðakerfi.

Við erum að leita að kraftmiklum verkstjóra!
Við hjá Atlas verktökum erum að vinna í fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum.
Við erum að leita að öflugum verkstjóra í okkar frábæra hóp. Verkstjórarnir okkar eru lykilmenn í að tryggja faglega framvindu verkefna og fara með daglega verkstjórn á verkstað.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg verkstjórn á verkstað
- Daglegt skipulag á verkstað
- Utanumhald efniskaupa og aðfanga
- Samskipti við verkkaupa og aðra hagsmunaaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun og reynsla úr byggingariðnaði
Sjálfstæð vinnubrögð
Leiðtogafærni
Auglýsing birt3. september 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Smáratorg 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Húsasmiður óskast til starfa
Jóhann Hauksson Trésmíði ehf.

Viðskiptastjóri innviða á mannvirkjasviði
Samtök iðnaðarins

Smiður óskast til starfa
Traustafl ehf.

Modification Engineer
Air Atlanta Icelandic

Quality Specialist
Controlant

Smiðir til starfa
B.Ó.Smiðir ehf

Mechanical / Biomechanical Engineer
Embla Medical | Össur

Brunahönnuður
EFLA hf

Lagna- og loftræsihönnun
EFLA hf

Sérfræðingur í innivist
EFLA hf

Verkefnastjóri í viðhaldsráðgjöf
EFLA hf

Sérfræðingur í framkvæmdareftirliti
EFLA hf