

Leitum að öflugum sérfræðingi í rekstri veitukerfa
Vilt þú taka þátt í að móta framtíð grunninnviða samfélagsins?
Við leitum að framsýnum og lausnamiðuðum sérfræðingi í rekstri veitukerfa hjá deild vatnsmiðla. Við viljum finna einstakling sem hefur ekki aðeins tæknilega hæfni heldur líka framsækið viðhorf og vilja til að læra og þróast með verkefnunum.
Deildin ber ábyrgð á daglegum rekstri og viðhaldi dreifikerfa fyrir hita-, vatns- og fráveitu (borholur, geymar, dælustöðvar, hreinsistöðvar, flutningslagnir, dreifilagnir og heimlagnir) sem tryggja örugga og skilvirka þjónustu með áreiðanleika og sjálfbærni að leiðarljósi.
Starfið felur í sér að nýta tæknilega innsýn og greiningarhæfni til þess að greina tækifæri til hagræðingar í rekstri, bætts rekstraröryggis og vera leiðandi í vinnu við að kortleggja ástand og getu dreifikerfanna. Út frá þessum greiningum tilheyrir hlutverkinu jafnframt að halda utan um og tímasetja nauðsynlegt viðhald og fjárfestingar.
Sérfræðingur vatnsmiðla vinnur við að:
- Greina rekstraröryggi hita-, vatns-, og fráveitu
- Greina tækifæri til hagræðingar í rekstri
- Skapa fullnægjandi yfirsýn yfir ástand kerfanna
- Undirbúa og rýna viðhalds- og fjárfestingarverkefni
- Byggja upp árangursdrifnar fjárfestingar-, og viðhaldsáætlanir
- Nýta gögn, greiningar og tæknilausnir til að styðja við ákvarðanir um rekstur og þróun veitukerfa
- Tryggja að rekstur sé í samræmi við gildi Veitna sem eru Frumkvæði - Framsýni - Hagsýni - Heiðarleiki
Við leitum að einstaklingi sem hefur:
- Tæknimenntun (iðn-, tækni- eða verkfræði) sem nýtist í starfi
- Reynslu af hönnun og eða rekstri veitukerfa
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góða skipulags- og samskiptahæfileika
- Sterka öryggisvitund og lipurð í samskiptum
- Hæfni í greiningarvinnu og að nýta gögn til ákvarðanatöku
Umhverfi þar sem þú hefur áhrif
Rekstrardeildin er hluti af sviði vatnsmiðla sem þjónustar samfélagið með því að tryggja aðgengi að hreinu vatni, fráveitu og hitaveitu. Unnið er eftir skýrum ferlum, með áherslu á öryggi, umhverfisvernd og hagkvæmni, og að sjálfsögðu með þjónustu við viðskiptavini í forgrunni.













