Landsnet hf.
Landsnet hf.
Landsnet hf.

Viðskiptastjóri/-stýra

Framtíðin felst í samstarfi!

Við leitum að viðskiptastjóra/-stýru sem brennur fyrir því að byggja upp traust og skapa verðmæti í samstarfi við viðskiptavini okkar. Þér gefst tækifæri til að efla tengsl við núverandi og nýja viðskiptavini og taka þátt í að móta framtíð raforkumarkaðarins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Byggja upp og viðhalda traustum samskiptum við viðskiptavini.
  • Greina þarfir, stöðu og áform viðskiptavina á raforkumarkaði.
  • Stuðla að sameiginlegri verðmætasköpun með virðisskapandi þjónustu og ráðgjöf.
  • Þróa þjónustu, vörur og stafrænar lausnir sem bæta upplifun viðskiptavina.
  • Taka þátt í þjónustumælingum, greiningu vaxtartækifæra og umbótaverkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði, lögfræði, verkfræði eða skyldum greinum.
  • Reynslu af viðskiptastjórnun, samningaviðræðum, ráðgjöf eða þjónustuþróun er kostur.
  • Skilningur á raforkumörkuðum er æskilegur.
  • Greiningarhæfni og hæfni til að leiða umbætur.
  • Frumkvæði, góð samskipta- og samstarfshæfni
Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til og með 21. september 2025.

Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um óháð uppruna, aldri eða kyni. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem þú segir okkur af hverju þig langar að bætast í hópinn.

Sótt er um starfið á landsnet.is. Nánari upplýsingar veitir Jason Már Bergsteinsson, mannauðssérfræðingur, á [email protected]. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. 

Auglýsing birt9. september 2025
Umsóknarfrestur21. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Rangárvöllum
Miðás 7A, 700 Egilsstaðir
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar