Íslyft / Steinbock þjónustan ehf
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Þjónustumaður – John Deere þjónusta

Íslyft óskar eftir jákvæðum og metnaðarfullum þjónustumanni til að slást í öflugt þjónustuteymi okkar á Kársnesi í Kópavogi.

Við erum stærsti innflutningsaðili á vinnuvélum og búnaði á Íslandi og höfum stutt íslenskt atvinnulíf með stolti síðan 1972. Nú leitum við að starfsmanni sem vill taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu og verða hluti af traustu fyrirtæki með sterkan grunn.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sjálfstæð vinna við viðgerðir, viðhald og standsetningu á John Deere og öðrum vélum og tækjum

  • Þjónusta hjá viðskiptavinum á fullbúinni þjónustubifreið – allt sem þú þarft til að vinna verkið vel

  • Fjölbreytt verkefni í spennandi umhverfi þar sem enginn dagur er eins

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi 

  • Stundvísi, ábyrgð og lausnamiðuð hugsun

  • Sveigjanleiki og jákvætt hugarfar

  • Hæfni í mannlegum samskiptum

  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Fríðindi í starfi
  • Framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki með yfir 50 ára reynslu

  • Fullbúinn þjónustubíll og öll þau verkfæri sem þarf til að vinna starfið af fagmennsku

  • Tækifæri til að sækja sérfræðiþekkingu og námskeið erlendis 

  • Niðurgreiddan hádegismat

  • Starfsmannafélag með fjölbreytta viðburði og afþreyingu – golfhermi, pílukast, borðtennis og pool-borð

  • Öruggt, jákvætt og uppbyggilegt starfsumhverfi

Auglýsing birt4. september 2025
Umsóknarfrestur19. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Vesturvör 32A, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BifvélavirkjunPathCreated with Sketch.BílarafmagnsviðgerðirPathCreated with Sketch.BílvélaviðgerðirPathCreated with Sketch.SmurþjónustaPathCreated with Sketch.Vélvirkjun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar