Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Sumarstörf - þjónustustöðvar á Norðursvæði

Ert þú að leita að fjölbreyttu og spennandi starfi þar sem þú færð að njóta útiveru? Við erum að leita að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að ganga til liðs við okkur.
Opið er fyrir umsóknir um sumarstörf á starfsstöðvum á Norðursvæði.
Starfsstöðvar eru staðsettar á Hvammstanga, Akureyri, Vopnafirði og Þórshöfn.
Vinsamlegast takið fram í umsókn undir athugasemdum á hvaða starfsstöð sótt er um.

Helstu verkefni og ábyrgð

Vinnuhópar eru starfræktir á þjónustustöðvum Vegagerðarinnar yfir sumartímann og sinna þeir almennu viðhaldi vegsvæða. 

  • Vinna við umferðarmerki, vegvísa, stikur, málningarvinna 
  • Holuviðgerðir, ristahlið, hreinsun vegsvæðis
  • Tiltekt og viðhald í áhaldahúsi og lóð
  • Önnur tilfallandi störf er upp kunna að koma hverju sinni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Almenn menntun
  • 18 ára eða eldri 
  • Almennt ökuskírteini
  • Góð öryggisvitund
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og hæfni að vinna í hóp
  • Góð kunnátta í íslensku eða ensku
Auglýsing birt30. janúar 2026
Umsóknarfrestur18. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Miðhúsavegur 1, 600 Akureyri
Höfðabraut 33, 530 Hvammstangi
Búðaröxl 1, 690 Vopnafjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar