
Faxaflóahafnir sf. óska eftir að ráða hafnarverði og vigtarmann í afleysingar sumarið 2026.
Um er að ræða tvö störf sem bæði eru til afleysinga sumarið 2026
Starf Hafnarvarðar felst í móttöku á skipum, umhirðu hafnarsvæða,
afgreiðslu vatns auk annarra tilfallandi verkefna tengdum hafnarþjónustu
við viðskiptavini.
Starf Vigtarmanns felst í umsjón með vigtun sjávarafla, skráningu upplýsinga
í skráningakerfi Fiskistofu, reikningagerð og að annast hafnarþjónustu við
skip og tengda aðila. Tilfallandi hásetastörf á dráttarbátum Faxaflóahafna
þegar þörf er á.
Hæfniskröfur hafnarvarða
Gott líkamlegt og andlegt ástand
Góð íslenskukunnátta
Gild ökuréttindi
Gild vinnuvélaréttindi er kostur
Grunnnám Slysavarnaskóla sjómanna er kostur
Gild vigtarréttindi er kostur
Hæfniskröfur vigtarmanns
Gott líkamlegt og andlegt ástand
Gild ökuréttindi
Góð íslenskukunnátta og ritun á íslensku máli
Góð almenn tölvukunnátta
Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
Gild vigtarréttindi er kostur
Grunnnám Slysavarnaskóla sjómanna er kostur
Gild vinnuvélaréttindi er kostur
Viðkomandi munu hafa starfsstöð í Reykjavík. Við hvetjum hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk til að sækja um starfið, óháð kyni, en fyrirtækið hefur skýra jafnréttisstefnu og vill auka
fjölbreytileika í starfsliði sínu.
Nánari upplýsingar um störfin gefur Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögumaður, [email protected]
Umsókn, ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf., á netfangið [email protected], eigi síðar en sunnudaginn 15 febrúar n.k.











