
Vegagerðin
Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.

Forstöðumaður hönnunardeildar
Vegagerðin auglýsir eftir öflugum leiðtoga í starf forstöðumanns hönnunardeildar. Á hönnunardeild vinna um 15 sérfræðingar við verkefnis- og hönnunarstjórnun, hönnun vega, jarðganga og brúa, mat á umhverfisáhrifum, vatnafarsgreiningar ásamt gerð kostnaðaráætlana, verk- og útboðslýsinga. Starfsstöðvar eru á Akureyri og í Garðabæ.
Verkefni hönnunardeildar eru m.a.
- Hönnunarstjórn og hönnun í nýframkvæmdum og viðhaldi.
- Verkefnisstjórn og hönnun frumdraga.
- Hönnunarrýni og gerð leiðbeininga um hönnun.
- Gerð kostnaðaráætlana og verklýsinga.
- Innkaup á ráðgjöf við hönnun.
- Mat á umhverfisáhrifum, umferðaröryggismat og -rýni auk kortlagningar á umferðarhávaða.
- Vatnafarsgreiningar, burðarþolsmat, úrvinnsla ýmissa mælinga.
- Þróun verklags sem snýr að hönnun og undirbúningi verka.
Helstu verkefni og ábyrgð
Forstöðumaður leiðir þróun og faglega starfsemi hönnunardeildar. Forstöðumaður leiðir umbótaverkefni og stefnumótun, ásamt því að bera ábyrgð á hagkvæmum rekstri og skilvirkri starfsemi deildarinnar. Forstöðumaður heyrir undir framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs.
- Ábyrgð á áætlanagerð, kostnaðareftirliti og frávikagreiningu í rekstri deildar
- Ábyrgð á starfsfólki deildarinnar og góðu starfsumhverfi
- Fylgist með alþjóðlegri þróun og nýsköpun innan fagsviðs deildarinnar
- Samskipti við hagaðila innan sem utan stofnunar
- Vera faglegur leiðtogi í hönnun gagnvart deildum á svæðismiðstöðvum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Sterk leiðtogahæfni
- Háskólapróf á sviði verk- og tæknifræði, ásamt meistaraprófi sem nýtist í starfi
- Haldbær reynsla af verkefnum sem hönnunardeild fæst við
- Reynsla af stjórnun, stefnumótun og rekstri æskileg
- Mjög góð hæfni til ákvarðanatöku, eftirfylgni og verkefnastýringar
- Árangursdrifni, frumkvæði og faglegur metnaður
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Kunnátta í norðurlandamáli er kostur.
Auglýsing birt28. janúar 2026
Umsóknarfrestur18. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Miðhúsavegur 1, 600 Akureyri
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Svæðisstjóri Norðurlands
Hreint ehf

Verkefnastjóri í stafrænni þróun
KPMG á Íslandi

Sérfræðingur í veghönnun
Vegagerðin

Forritari á sviði stafrænnar þróunar
Tryggingastofnun

Sérfræðingur í þróun mannvirkjaskrár
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Sérfræðingur í orkuteymi Lotu
Lota

Sérfræðingur í samningastjórnun (e. Contract Manager)
Nýr Landspítali ohf.

Sumarstörf 2026 – Háskólanemar
Lota

Sumarstörf hjá Advania
Advania

Verkefnastjóri umhverfismála
Landsvirkjun

Innkaupasérfræðingur - Fjármálasvið
Hafnarfjarðarbær

Fjölbreytt sumarstörf hjá Veitum
Veitur