Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Forstöðumaður hönnunardeildar

Vegagerðin auglýsir eftir öflugum leiðtoga í starf forstöðumanns hönnunardeildar. Á hönnunardeild vinna um 15 sérfræðingar við verkefnis- og hönnunarstjórnun, hönnun vega, jarðganga og brúa, mat á umhverfisáhrifum, vatnafarsgreiningar ásamt gerð kostnaðaráætlana, verk- og útboðslýsinga. Starfsstöðvar eru á Akureyri og í Garðabæ.

Verkefni hönnunardeildar eru m.a.

  • Hönnunarstjórn og hönnun í nýframkvæmdum og viðhaldi.
  • Verkefnisstjórn og hönnun frumdraga.
  • Hönnunarrýni og gerð leiðbeininga um hönnun.
  • Gerð kostnaðaráætlana og verklýsinga.
  • Innkaup á ráðgjöf við hönnun.
  • Mat á umhverfisáhrifum, umferðaröryggismat og -rýni auk kortlagningar á umferðarhávaða.
  • Vatnafarsgreiningar, burðarþolsmat, úrvinnsla ýmissa mælinga.
  • Þróun verklags sem snýr að hönnun og undirbúningi verka.
Helstu verkefni og ábyrgð

Forstöðumaður leiðir þróun og faglega starfsemi hönnunardeildar. Forstöðumaður leiðir umbótaverkefni og stefnumótun, ásamt því að bera ábyrgð á hagkvæmum rekstri og skilvirkri starfsemi deildarinnar. Forstöðumaður heyrir undir framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs. 

  • Ábyrgð á áætlanagerð, kostnaðareftirliti og frávikagreiningu í rekstri deildar
  • Ábyrgð á starfsfólki deildarinnar og góðu starfsumhverfi
  • Fylgist með alþjóðlegri þróun og nýsköpun innan fagsviðs deildarinnar
  • Samskipti við hagaðila innan sem utan stofnunar 
  • Vera faglegur leiðtogi í hönnun gagnvart deildum á svæðismiðstöðvum 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Sterk leiðtogahæfni
  • Háskólapróf á sviði verk- og tæknifræði, ásamt meistaraprófi sem nýtist í starfi
  • Haldbær reynsla af verkefnum sem hönnunardeild fæst við
  • Reynsla af stjórnun, stefnumótun og rekstri æskileg
  • Mjög góð hæfni til ákvarðanatöku, eftirfylgni og verkefnastýringar 
  • Árangursdrifni, frumkvæði og faglegur metnaður 
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
  • Kunnátta í norðurlandamáli er kostur.
Auglýsing birt28. janúar 2026
Umsóknarfrestur18. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Miðhúsavegur 1, 600 Akureyri
Suðurhraun 3, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar