
Sérfræðingur í samningastjórnun (e. Contract Manager)
Ert þú okkar færasta samningamanneskja?
Vilt þú vera hluti af einu stærsta verkefni Íslandssögunnar? Við hjá Nýjum Landspítala ohf. (NLSH) óskum eftir að ráða öflugan og reynslumikinn sérfræðing í samningastjórnun (e. Contract Manager) til að ganga til liðs við framkvæmdateymið okkar. Ef þú færð gæsahúð yfir lestri samningsskilmála, verklýsinga og hefur gaman af því að skrifa hnitmiðuð bréf, þá viljum við eiga samtal við þig.
Um starfið og NLSH
NLSH er að vinna að uppbygginu á um 110.000 m2 af húsnæði fyrir sjúkrahússtarfsemi við Hringbraut. Jafnframt vinnur NLSH að stækka endurhæfingardeildar Landspítala við Grensás og viðbyggingu við Sjúkrahúsið á Akureyri. NLSH rekur fjölmarga verksamninga og munt þú vera lykilaðili í að rýna, undirbúa og fylgja eftir flóknum samningum. Starfsstöð er á framkvæmdasvæðinu við Hringbraut.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Rýna í verksamninga og samningsskilmála með gagnrýnu auga og faglegri dómgreind.
- Tryggja að farið sé eftir samningum í framkvæmd og standa vörð um hagsmuni verkkaupa.
- Þátttaka í samningaviðræðum og takast á við kröfu- og ágreiningsmál af festu og fagmennsku.
- Textaskrif, greinargerðir og önnur skrifleg gögn þar sem vandað og faglegt orðalag skiptir máli.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Mikil reynsla af samningastjórnun, helst í tengslum við framkvæmdir og rekstur verksamninga.
- Áhugi á að kafa ofan í flókna samninga og greina skilmála.
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og geta til að taka upplýstar ákvarðanir þegar mikið liggur við.
- Öryggi í samskiptum og geta til að standa faglega gegn mótaðilum, bæði í viðræðum og rituðu máli.
- Mjög góð færni í íslensku og ensku og mjög góð ritfærni, hvort sem um er að ræða kröfubréf, svarbréf eða ítarlegar greinargerðir.
- Þekking á FIDIC samningskilmálum er kostur.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. í verkfræði, tæknifræði eða lögfræði.
Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2026. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Allar umsóknir eru trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega.
Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Íslenska
Enska










