Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Sérfræðingur í þróun mannvirkjaskrár

Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á gagnsæi og rekjanleika, öfluga miðlun upplýsinga, árangursríkt samstarf við hagaðila og nýsköpun í mannvirkjagerð?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að taka þátt í þróun og eflingu mannvirkjaskrár á svið mannvirkja og sjálfbærni.

Mannvirkjaskrá er lykilþáttur þegar kemur að því að tryggja rekjanleika og auka skilvirkni í mannvirkjagerð. Í mannvirkjaskrá er meðal annars að finna upplýsingar um stærðir og eiginleika bygginga, hönnuði þeirra og byggingaraðila ásamt framvindu og úttektir á byggingartíma.

Til staðar er fjöldi spennandi þróunartækifæra til að efla mannvirkjaskrá og rekjanleika mannvirkjagerðar til framtíðar, til dæmis varðandi móttöku rafrænna hönnunargagna og vistun mikilvægra upplýsinga á borð við orkunýtingu, vottanir, tjón, viðhald og fleira sem gerist á líftíma mannvirkja.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og bein þátttaka í þróun mannvirkjaskrár
  • Þátttaka í stefnumótum og innleiðingu mannvirkjaskrár til framtíðar, þ.m.t. ýmissa starfrænna lausna er varðar þróunina
  • Sinna verkefnum sem tengjast innleiðingu og eftirfylgni mannvirkjaskrár hjá sveitarfélögum
  • Samskipti og samráð við starfsfólk HMS og sveitarfélaga, hönnuði mannvirkja og aðra hagaðila ásamt miðlun upplýsinga innan sem utan HMS
  • Styðja við vinnu milli teyma innan HMS tengda þróun mannvirkjaskrár og eftirfylgni með framvindu.
  • Tryggja að verklag og ákvarðanir einstakra þátta styðji við heildarverkefnið
  • Önnur verkefni í samræmi við starfssvið
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á byggingarsviði, svo sem verkfræði, tæknifræði, byggingafræði eða arkitektúr
  • Reynsla af mannvirkjahönnun og umsóknaferli byggingarleyfa
  • Reynsla af stafrænni tækni í mannvirkjagerð, svo sem BIM, er kostur
  • Góð greiningar- og skipulagshæfni og reynsla af umsjón verkefna
  • Mikið frumkvæði og sjálfstæði ásamt metnaði til að ná árangri í starfi
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni, jákvætt og lausnamiðað viðhorf
  • Gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur5. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar