
Vörður tryggingar
Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu.
Vörður hefur á að skipa þjónustulipru og vel upplýstu starfsfólki sem vinnur í fjölbreyttu og hvetjandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á traust og áreiðanleika í samskiptum.
Lykillinn að farsælum rekstri Varðar er fólkið sem þar starfar. Við leggjum áherslu á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks og skemmtilegan vinnustað þar sem hver einstaklingur hefur áhrif og skiptir máli.

Sumarstörf hjá Verði
Við leitum að sjálfstæðum, jákvæðum, skemmtilegum og kraftmiklum einstaklingum sem hafa áhuga á spennandi sumarstörfum hjá Verði. Áhersla er lögð á framúrskarandi þjónustu svo við leggjum mikið upp úr þjónustulund, frumkvæði í starfi og afburða samskiptahæfni.
Sumarstörfin eru fjölbreytt en fela meðal annars í sér þjónustu og samskipti við viðskiptavini okkar en einnig í t.d. gagnavinnslu og greiningum og ýmsum spennandi umbótaverkefnum. Hjá Verði starfar öflugur hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn og menntun s.s. verkfræði, hagfræði, lögfræði, hjúkrunarfræði, viðskiptafræði og ýmiss konar iðnmenntun s.s. bifvélavirkjun og húsasmíði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framúrskarandi þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar
- Reynsla af þjónustustörfum er æskileg
- Góð tölvukunnátta
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Stúdentspróf
Auglýsing birt21. janúar 2026
Umsóknarfrestur28. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMetnaðurSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Bifvélavirki fyrir Max1/Vélaland
MAX1 | VÉLALAND

Sérfræðingur í þróun mannvirkjaskrár
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Viðskiptastjóri Billboard og Buzz
Billboard og Buzz

Innkaupasérfræðingur - Fjármálasvið
Hafnarfjarðarbær

Fjölbreytt sumarstörf hjá Veitum
Veitur

Þjónustufulltrúi
Póstdreifing ehf.

Sumarstarf hjá Carbfix
Carbfix

Launafulltrúi
Skólamatur

Forritari á sviði stafrænnar þróunar
Tryggingastofnun

Skrifstofustarf í móttöku - sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Verkefnastjóri fjármála og rekstrar
Menningarfélag Akureyrar

Bókari - Flügger Iceland
Flügger Litir