

Starfsmannastuðningur og ráðgjöf
Landspítali óskar eftir að ráða einstakling til að sinna stuðningi, ráðgjöf og faglegri handleiðslu fyrir starfsfólk spítalans auk aðkomu að fræðslu og öðrum verkefnum teymisins. Viðkomandi mun tilheyra Stuðningsteymi starfsfólks Landspítala.
Við viljum ráða einstakling sem hefur mikla færni og reynslu í stuðningi og ráðgjöf, er lausnamiðaður, hvetjandi og brennur fyrir eflingu einstaklinga og hópa, teymisvinnu og jákvæðri úrlausn mála. Reynsla af úrvinnslu erfiðra samskiptamála og vinna með vanlíðan af ýmsu tagi er mikill kostur og reynsla af faglegri handleiðslu, stjórnun, markþjálfun og að leiða vinnustofur og hópastarf er kostur.
Stuðningsteymi starfsfólks heyrir undir Mannauðsdeild, starfshlutfall er 100% og ráðið er í stöðuna til eins árs. Starfið er laust frá 1. janúar 2026 eða eftir nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.































































