
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið.
Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og fjórar skrifstofur sem starfa þvert á sviðin, skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs- og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum eða skrifstofum.
Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti.
Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best.
Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.

Starfsmaður við Salalaug - Kona
Starfsmaður við Salalaug - Kona
Salalaug er staðsett við Versali í salahverfi Kópavogs. Sundlaugin var formlega opnuð á sumardaginn fyrsta árið 2005. Þar eru sundlaugar úti og inni ásamt heitum pottum, köldum potti, gufubaði og rennibrautum. Hjá lauginni starfa rúmlega tuttugu manns, við þjónustustörf, þrif og öryggisgæslu.
Laust er til umsóknar fullt starf við laugarvörslu, þrif, baðvörslu í búningsklefum kvenna og í móttöku sundlaugarinnar. Unnið er á vöktum. Um framtíðarstarf er að ræða í 100% starfshlutfalli.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónusta við viðskiptavini
- Öryggisgæsla
- Þrif og eftirlit með mannvirkinu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Allgóð sundkunnátta áskilin.
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og vera reglusamir, samviskusamir, vinnusamir og þjónustulundaðir.
- Athugið að starfið hentar ekki síður þeim sem eru komnir á og yfir miðjan aldur en þeim sem yngri eru.
- Eingöngu kvenmenn koma til greina í starfið.
Auglýsing birt24. september 2025
Umsóknarfrestur5. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Versalir 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiSamviskusemiSundÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Starfsfólk í loftstokkahreinsun
Hitatækni ehf

Rental agents / Afgreiðslufulltrúar - Part time / Hlutastarf
Bílaleigan Berg - Sixt

Hópstjóri sérverkefna á Akureyri / Group Leader for Special Solutions in Akureyri
Dagar hf.

Bílaþrif - Car Wash Representative
Lava Car Rental

Baðverðir óskast í Helgafellsskóla
Helgafellsskóli

RÆSTITÆKNIR
atNorth

Starfsfólk í almenn þrif
Hilton Reykjavík Nordica

Car Wash - Standsetning bíla í Reykjavík
Hertz Bílaleiga

Gestamóttaka næturvörður/Reception Nightshift
Hótel Eyja ehf.

Skólaliði og frístundaleiðbeinandi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Þrifateymi óskar eftir starfsfólki / Join Our Cleaning Team
Laugarás Lagoon

Ert þú með reynslu úr hótelbransanum. Við leitum að teymissstjóra móttöku
Alva Capital ehf.