Alva Capital ehf.
Alva Capital ehf.

Ert þú með reynslu úr hótelbransanum. Við leitum að teymissstjóra móttöku

Teymisstjóri móttöku á íbúðahóteli undir merkjum alþjóðlegrar hótelkeðju.

Ert þú með reynslu úr hótelbransanum, kannt að veita framúrskarandi þjónustu og á sama tíma tryggja að allt gangi smurt á bak við tjöldin? Nýja íbúðahótelið okkar leitar að teymisstjóra móttöku.

Um starfið

Um er að ræða lítið hótel (53 herbergi) þannig að það er aðeins ein(n) á vaktinni í móttökunni á hverjum tíma. Sem teymisstjóri verður þú andlit hótelsins á einni af vöktunum, þar sem þú tekur á móti gestum, aðstoðar við innritun og veitir aðra þjónustu. Þar sem flestir gestir eru úti að skoða sig um á þessum tíma munt þú jafnframt sinna stjórnunarhlutverki til að tryggja að hlutirnir gangi smurt fyrir sig á öllum öðrum vöktum auk annarra verkefna teymisstjórans.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni

  • Taka á móti og tryggja að móttakan sé fagleg og hlýleg auk þess að aðstoða gesti.
  • Sjá um vaktaplön, þjálfun og frammistöðumat samstarfsfólks sem starfar á öðrum vöktum með það fyrir augum að tryggja góða þjónustu allan sólarhringinn.
  • Hafa eftirlit með samskiptum við gesti, þar á meðal kvörtunum og lausnum og tryggja faglega úrlausn.
  • Koma að útfærslu verðlagningarstefnu og setningu nýtingarmarkmiða til að hámarka tekjur.
  • Styðja við daglegan rekstur, þar á meðal skrifstofustörf og létt skýrslugerð.
Menntunar- og hæfniskröfur

Hæfniskröfur

  • Reynsla af hótelstörfum og/eða stjórnun móttöku er skilyrði.
  • Reynsla í notkun hótelumsjónarkerfa (PMS) og færni í notkun Office hugbúnaðar er nauðsynleg.
  • Sterk skipulags- og leiðtogahæfni.
  • Fagleg samskipta- og þjónustulund.
  • Hæfni til að blanda saman gestamiðaðri þjónustu, stjórnun og rekstrarhlutverkum.
Auglýsing birt16. september 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Rauðarárstígur 27, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar